ENGLISH
facebook
lastfm
twitter
email
  • Námið
    • Leikstjórn / Framleiðsla
    • Skapandi tækni
    • Handrit / Leikstjórn
    • Leiklist
    • Kjarni
  • Fréttir
  • Nemendur
    • Nemendaskrá
    • Úrvalsmyndir
    • Nemendafélag
  • Um KVÍ
    • Hafa samband
    • Kennarar / Leiðbeinendur
    • Starfsfólk
    • Fagstjórar
    • Aðstaða og tæki
    • Reglur og stjórn
    • Sagan
    • Útgáfa og gögn
    • Inntökuskilyrði / Skólagjöld
  • Sækja um

Frétt

Comments

Snædís Snorradóttir er kamelljón með meiru

27.03.2018
Erna Lilliendahl

Snædís Snorradóttir er útskrifuð frá Skapandi Tækni hjá Kvikmyndaskólanum og er óhætt að segja að hún hafi verið á fullri ferð síðan hún útskrifaðist. Að undanförnu hefur hún vakið athygli fyrir þátt sinn “Magasín” á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.Kona fer í stríð

Fyrstu kynni Snædísar af kvikmyndaheiminum voru afdrifarík

Ég mun einfaldlega aldrei gleyma því þegar amma bauð mér á frumsýningu myndarinnar “Benjamín Dúfa”. Ég var 8 ára og fórum við amma á spariklæðunum í Stjörnubíó á Laugavegi. Búið var að setja rauðan dregil á gólfið og það var popp og appelsín í boði, mér fannst ég voða merkileg. Myndin var að nálgast enda og eins og flestir vita, er hún ansi sorgleg…. Mér fannst hún miklu meira en sorgleg. Ég grét svo svakalega að amma þurfti að fjarlægja mig úr bíósalnum. Amma laumaðist vandræðalega með mig HÁgrátandi í fanginu út um hurðina og beint i flasið á öllum aðalleikurum myndarinnar sem biðu allir í röð eftir að taka í höndina á fólkinu sem væri að koma úr salnum. Þeir bjuggust kannski ekki við að fyrsti gesturinn væri þessi litli sprungni tómatur, bólgin og öll í hori, með óviðráðanlegan ekka. Aumingjans strákurinn faðmaði mig og sagði “sko ég er ekki dáinn”.

Óhætt að segja að alla tíð hef ég lifað mig mikið inn í kvikmyndir.

KVÍ

Furðulegar aðstæður urðu til þess að Snædís hóf nám í Kvikmyndaskólanum

Árið 2010 var ég 22 ára heimavinnandi húsmóðir. Ég hafði í nokkur ár starfað við vegmerkingar og eins mikla þrá og ég hafði til þess að kynnast fagi sem fullnægði þessari sköpunarólgu sem eflaust margir KVÍ nemendur þekkja, þá vissi ég ekkert í hvaða átt ég ætti að stíga og var kvikmyndagerð eitthvað sem ég hafði aldrei hugleitt. Ég var eitt kvöld í maí stödd á bar með vinkonum mínum þegar ung kona nálgast mig og segir við mig allveg uppúr þurru að ég yrði hreinlega að sækja um í Kvikmyndaskóla Íslands, ég myndi gera geggjaða hluti þar. – Ég viðurkenndi fyrir henni að ég vissi ekki einu sinni að það væri kvikmyndaskóli á Íslandi og ég vissi ekkert um kvikmyndagerð. Þá svarar hún að ég mundi væntanlega læra kvikmyndagerð í skólanum því að ég væri algjörlega “týpan” fyrir skólann.

Ég veit ekki ennþá hvaða kona þetta var en í skólann fór ég sama haust og jahh segja má að þar hafi ég fundið mig algjörlega. Ég fór á tæknideild því að ég hafði grunn í sambærilegum forritum og taldi öruggast að fara í þá deild. Við vorum 2 stelpur og 8 strákar í bekknum og eins ótrúlega ólík og við öll vorum, þá náðum við einkar vel saman og myndaðist vinskapur sem ég mun búa að ævilangt. Að fara í sköpunarnám er gríðarlega þroskandi ferli og held ég að við öll í bekknum höfum farið út úr skólanum sem sterkari, öruggari og öflugri einstaklingar.

Ég á hafsjó af dýrmætum minningum, því að í gegnum kvikmyndaskólann kynnist ég mínum allra bestu vinum og vinkonum og auðvitað manninum mínum.

Kvikmyndaskólinn kenndi mér umfram allt að vera óstöðvandi. Ekkert er í raun ómögulegt því að alltaf er hægt að einfalda eða útfæra eftir aðstæðum og með dass af drifkrafti og slettu af þori eru engin fjöll of há.

Óupplýst

Óhætt er að segja að fjölbreytni hafi ráðið ríkjum eftir nám

Strax að loknu námi tekur við smá fall í lausu lofti. Það getur verið strembið að stíga til jarðar á réttum stöðum en út frá góðu tengslaneti sem maður myndaði í skólanum fékk ég símtal sem leiddi mig á slóðann sem ég er enn á í dag, 6 árum síðar. “Geturðu verið aðstoðarleikstjóri í tökum á einum þætti, að vísu rétt hjá Hellu og já í fyrramálið”. Stundum verður maður bara hreinlega að segja já við ótrúlegustu hlutum. Í kjölfar þessarar frumraunar minnar sem aðstoðarleikstjóri þá var ég beðin um að taka við framleiðslunni af þessum þáttum “Óupplýst” sem voru á SkjáEinum. Í kjölfar þessarar frumraunar minnar sem framleiðandi var ég beðin að framleiða Áramótaskaupið ! Hálfu ári eftir að ég útskrifast af tæknideild Kvikmyndaskólans var ég að framleiða Áramótaskaupið, hvernig gerðist það bara ?! Þetta var allavega stórkostlegt ævintýri. Eftir skaupið tók ég stuttann krók í leikmyndahönnun og hönnuðum við Ari Birgir (þá ný útskrifaður af leiklistabraut KVÍ) kvikmyndina “Grafir og Bein”. Leið mín lá aftur í framleiðsluna og aðstoðar leikstjórn því eftir myndina tók við eitt af skemmtilegustu tímabilum lífs míns. Að framleiða þættina “Málið” með þeim Daníel Bjarnasyni og Sölva Tryggva. Þá var sko hoppað í allar stöður og létum við hreinlega ekkert stoppa okkur. Dásamlegir tímar.

Síðan ég útskrifaðist hef ég aðallega starfað sem framleiðandi. Ég hef reyndar líka starfað sem viðburðastjóri, leikstjóri, hugmyndasmiður, hönnuður, leikmyndahönnuður, klippari og tekið að mér nokkur veisluþjónustu verkefni þegar þannig lá við.

Ég hef reyndar nokkrum sinnum ætlað að hætta þessu harki, en ég held að flestir í bransanum hafi nú reynt það…en þetta er bara svo gaman.

Veiðimaður

Snædís fékk snert af Eurovision í gegnum tónlistamyndband sem hún gerði

Ég hafði einkar gaman af þessu verkefni því að það minnti mig óneitanlega á kvikmyndaskólaverkefni. Þarna höfðu Eurovision keppendur samband við mig með enga hugmynd og ekkert fjármagn, en vopnuð miklum metnaði og fallegri ballöðu fengu þau mig til þess að skrifa, leikstýra og framleiða þetta sæta myndband. Ég nýtti auðvitað netið góða og hafði samband við Dag De’Medici Ólafsson sem skaut myndbandið, Sögu Guðjóns leikkonu og samnemanda úr skólanum, Arne, manninn minn og fyrrum leiklistarkennara og nemanda úr skólanum, Orku dóttur mína sem lék nú í ófáum verkefnum í skólanum, Baltasar son bestu vinkonu minnar sem ég kynnist í gegnum KVÍ, ömmu sem fór með mig á “Benjamín Dúfu” fyrir litlum 20 árum og afa… sem er nátturulega bara algjör meistari.

Og framtíðin?

Nýverið fór ég algjörlega ótroðnar slóðir og eins og áður, alveg óvart. Mér bauðst starf framleiðanda á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Framleiðenda staðan vatt nú hratt uppá sig og í fyrsta skiptið stóð ég, fyrrum tækninördið með bleika hárið og öll í húðflúrum, fyrir framan myndavélina.

Jújú, það er svona líka glimrandi skemmtilegt að fá að vera með lífstíls- og viðtalsþætti og spjalla við allt það fólk sem vekur hjá manni athygli og aðdáun. Þvílík forréttindi.

Framtíðarplön? svo sannarlega, hafa gaman!

Snaedis Snorradottir

Ég á KVÍ svo margt að þakka. Ég held að nú þegar horft er tilbaka get ég með staðfestu sagt að þó svo að skólinn hafi flutt um staðsetningu fjórum sinnum þegar ég var nemandi, þá samt sem áður hafi rótum mínum skotið niður þar.

About the Author

Social Share

    Við trúum á ævintýri

    Nýlegar fréttir

    Mynd Kötlu Sólnes valin til að keppa í Cilect

    11.02.2019

    Daði Einarsson, útskrifaður frá Kvikmyndaskólanum, á spennandi tíma framundan

    05.02.2019

    Námið í fullum gangi hjá framtíðar kvikmyndargerðarfólki

    24.01.2019

    Er ekki komin tími á upprifjun og endurmenntun?

    15.01.2019

    Anna Sæunn Ólafsdóttir, útskrifuð frá Leiklist

    28.12.2018
    © Kvikmyndaskóli Íslands | Grensásvegur 1, 108 Reykjavík | s: 444-3300 | kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is