Kvikmyndaskólinn er 25 ára !

Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 25. starfsári sínu nú í september. Ætlunin er að minnast tímamótana með ýmsum hætti og er margt spennandi í undirbúningi, en dagskráin verður kynnt síðar í mánuðinum, Til að byrja með munum við hefja sýningar úr risavöxnu kvikmyndasafni skólans, sem...
Lesa meira →

Stórkostlegt tækifæri fyrir útskrifaða leikstjóra frá Kvikmyndaskólanum hjá Les Arcs kvikmyndahátíðinni

Hrafnkell Stefánsson, deildarforseti Handrita- og leikstjórnardeildar, hefur tilkynnt um nýtt samstarf við Les Arcs kvikmyndahátíðina sem haldin er árlega í Ölpunum í Frakklandi. “Film School Village” verkefnið er spennandi vettvangur fyrir nemendur útskrifaða frá...
Lesa meira →

Eyþór Jóvinsson, handritshöfundur og leikstjóri, er með mörg spennandi verkefni á prjónunum

Eyþór Jóvinsson, útskrifaður frá Handrit og Leikstjórn hjá Kvikmyndaskólanum, hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Hann leikstýrði stuttmyndinni „Skuggsjá“ eftir Magnús Ingvar Bjarnason og vann náið með honum að handritinu og hefur myndin þegar hlotið tvenn verðlaun á...
Lesa meira →

Ólöf Birna Torfadóttir segir okkur frá námi, framtíðarplönum og vinnu eftir útskrift

Ólöf Birna, sem er útskrifuð af Handrit og Leikstjórn hjá Kvikmyndaskólanum, leyfði okkur að forvitnast eilítið um hvað leiddi hana inn á svið kvikmynda, hver fyrstu skrefin eftir útskrift voru og hvert stefnan er tekin Ég var mikill bókaormur þegar ég var lítil og byrjaði snemma...
Lesa meira →

Mynd Elsu G. Björnsdóttur, „Kári“ , vann nýverið til verðlauna á alþjóðlegri kvikmyndahátíð

Elsa G. Björnsdóttir er útskrifuð úr Leiklist frá Kvikmyndaskólanum og hefur gengið stórvel með stuttmynd sína, „Kári“. Við höfðum samband við Elsu og fengum að fræðast um ferlið, hugmyndina á bakvið kvikmyndina og hvað fékk Elsu til að hella sér út í kvikmyndalistina Ég man ekki...
Lesa meira →

Starfsmenn Fenrir Films eru að takast á við skemmtileg verkefni og þeirra á meðal eru fyrrverandi nemendur Kvikmyndaskólans

Við náðum tali af Arnari Benjamín Kristjánssyni framkvæmdastjóra og fengum að forvitnast um fyrirtæki þeirra sem átti sín fyrstu skref í Kvikmyndaskólanum. Þeir drengirnir hófu samstarf sitt árið 2011 og hafa vaxið hratt síðan Flestir okkar byrjuðu að vinna saman á annari önn...
Lesa meira →

Stuttmyndin „Skuggsjá“ eftir Magnús Ingvar Bjarnason hefur vakið verðskuldaða athygli

Magnús Ingvar Bjarnason er útskrifaður úr Skapandi tækni hjá Kvikmyndaskólanum og útskriftarmynd hans, „Skuggsjá“ var nýlega valin til þátttöku á Nordisk Panorama stutt-og heimildarmynda hátíðinni. Við fengum aðeins að forvitnast um hvaðan áhugi hans á kvikmyndum kom, um...
Lesa meira →

Knútur Haukstein Ólafsson segir okkur frá verkum sínum og fjölbreytni í starfi eftir útskrift úr Kvikmyndaskólanum

Knútur Haukstein er fjölhæfur einstaklingur sem útskrifaðist Leiklistadeild Kvikmyndaskólans. Í gær kom út myndband með hljómsveitinni Major Pink, en þar sá Knútur um leikstjórn og myndatöku og skrifaði handritið ásamt söngvara hljómsveitarinnar, Gunnari Inga Valgeirssyni. V...
Lesa meira →

Dagur de’Medici Ólafsson og Daníel Bjarnason eru í Eþíópíu að taka upp fyrir SOS Barnaþorpin

Dagur de’Medici Ólafsson, útskrifaður úr Skapandi tækni og Daníel Bjarnason, útskrifaður úr Leikstjórn og framleiðslu, eru um þessar mundir í upptökum í Eþíópíu undir framleiðslu Skot Productions. Við náðum tali af Degi og fengum að forvitnast um hvað varð þess valdandi að...
Lesa meira →