Hilmar Oddsson
Leikstjórn

Hilmar Oddsson lærði kvikmyndgerð við Hochschule für Fernsehehen und Film í München í Þýskalandi. Hann frumsýndi sína fyrstu bíómynd 1986 og síðan hefur Hilmar gert 5 bíómyndir, 5 sjónvarpsmyndir og 5 stuttmyndir og yfir 25 tónlistarmyndbönd. Hann hefur gert fjölda heimildarmynda og yfir hundrað sjónvarpsþætti. Þar að auki hefur hann leikstýrt og stjórnað upptökum á tveimur “sitcom” seríum og leikstýrt auglýsingum og allra handa fræðsluefni. Hilmar hefur fjallað um kvikmyndir í sjónvarpi og eftir hann liggur fjöldi greina um kvikmyndatengd málefni.

Hilmar hefur kennt kvikmyndagerð og kvikmyndaleik í tvo áratugi, m.a. við Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands, sem hann veitti forstöðu 2010 tll 2017.

Kristján U. Kristjánsson
Myndbrellur

Kristján hefur unnið við hreyfihönnun og myndbreytingar síðan 1997 þar sem hann hóf feril sinn hjá Saga Film og síðar Rauða Dreglinum, STORM, Filmus og hefur undanfarin 7 ár unnið sjálfstætt ásamt því að hafa aðra löppina innan Trickshot. Hefur hann unnið að fjölda þekktra auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda síðan og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir, nú síðast fagverðlaun Ímark fyrir auglýsingu Orkusölunnar “Stanslaust stuð”

Þórey Sigþórsdóttir
Leikur & Rödd

Þórey Sigþórsdóttir hefur unnið sem leikkona og leikstjóri á sviði og í kvikmyndum frá því hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Þórey útskrifaðist með kennsluréttindi frá Lhí árið 2004, MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá The Royal Central School of Speech and Drama 2012 og MA gráðu í Hagnýtri Menningarmiðlun frá HÍ 2014. Þórey hefur í mörg ár kennt rödd við Listháháskóla Íslands og ýmsum námskeiðum fyrir leikara og fólk sem vinnur með röddina. Hún hefur réttindi til að kenna raddþjálfunaraðferð Nadine George frá The Voice Studio International í London og byggir kennsluna á NGT aðferðinni. Þórey er stofnandi og listrænn stjórnandi leikfélagsins Fljúgandi Fiskar sem hefur framleitt nokkar sýningar m.a. Hótel Heklu eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálmsdóttur, Medeu (multi-media) eftir Evrípídes. Þórey leikstýrði síðast verkinu Andaðu eftir Duncan Macmillan sem var frumsýnt við frábærar viðtökur í Iðnó í janúar 2017. Þórey hefur kennt rödd við Kvikmyndaskóla Íslands síðan 2016.

Jakob Halldórsson
Klipping

Jakob Halldórsson er með yfir 20 ára reynslu í bransanum, hefur unnið fyrir RUV, Stöð 2, Skjá einn og kvikmyndafyrirtæki eins og RVK studios, Sagafilm, Skot og pegasus. Jakob hefur hlotið 17 tilnefningar til Eddunar fyrir sjónvarpsþætti og heimildarmyndir sem hann hefur unnið að og 10 þeirra unnu til Eddu verðlaunanna.

Kolbrún Anna Björnsdóttir
Leikur & Hreyfing

Kolbrún lauk B.A.-hons. gráðu í leiklist frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 1998 og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listamaður á fjölbreyttum vettvangi síðan. Kolbrún lauk kennaramenntun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og hefur kennslureynslu á öllum skólastigum, frá leikskóla- til háskólastigs. Þá lauk hún meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2013.

Ottó Geir Borg
Tegundir Handrita

Ottó Geir Borg hefur unnið við handritsskrif, ráðgjöf og kennslu undanfarin 20 ár. Hann hefur komið víða við í sjónvarpi og í kvikmyndum. Fyrsta kvikmynd eftir handriti hans, Astrópía, var vinsælasta kvikmynd ársins 2007 og nú nýverið kom Ég Man Þig á hvíta tjaldið og hefur sú mynd hlotið frábærar viðtökur.

Kjartan Kjartansson
Hljóð
Rúnar Guðbrandsson
Leiklist

Rúnar nam upphaflega leiklist í Danmörku og starfaði þar um árabil sem leikari með ýmsum leikhópum. Frekari menntun hefur hann sótt m.a. til Póllands og Rússlands. Rúnar lauk MA og MPhil gráðum í leikhúsfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester í Englandi og hefur lokið fyrri hluta doktorsnáms í fræðunum.Hann var fyrsti prófessor í leiktúlkun við Listaháskóla Íslands.

Rúnar hefur samið og leikstýrt fjölda leiksýninga hérlendis og erlendis og fengist við leiklistarkennlsu og þjálfun leikara víða í Evrópu. Hann hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Gunnar B. Guðmundsson
Handrit í Fullri Lengd

Gunnar Björn Guðmundsson (22. Janúar 1972) er leikstjóri og handritshöfnundur. Hefur unnið jöfnum höndum í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Hann hefur gert bíómyndirnar Astrópíu 2007 og Gauragang 2010 og fjölda stuttmynda eins og Karamellumyndina 2003 og Á blindflugi 1997. Hann skrifaði og leikstýrði áramótaskaupi sjónvarpssins fjórum sinnum árin 2009-2012. Gunnar Björn hefur leikstýrt 27 leiksýnungum og leikstýrði fjórðu seríu af Ævari Vísindamanni.

Hlín Jóhannesdóttir
Framleiðsla
Árni Filipusson
Kvikmyndataka

Árni hóf störf við kvikmyndagerð ungur og hefur komið nálægt flestum starfstéttum greinarinnar. Eftir kvikmyndanám í Danmörku við EFC hefur Árni verið að vinna sig upp innan kvikmyndageirans ásamt því að reka framleiðslufyritækið Mystery. Árið 2011 byrjaði Árni að vinna sem kvikmyndatökustjóri og árið 2012 fékk Árni Edduverðlaunin fyrir kvikmyndatöku fyrir myndinna Á annan veg (2011).

Undanfarið hefur Árni unnið við gerð verkefna sem kvikmyndatökustjóri Grafir og Bein(2014), Bakk (2015), Autumn lights (2015), Grimmd (2016) & Fangar (2017).

Hrafnkell Stefansson
Námsstjóri