Fyrir skapandi listamenn sem láta verkin tala

L
eikstjórnar- og framleiðsludeild hefur upp á að bjóða fjölbreytt og krefjandi nám. Nemendur fá faglega kennslu og mikla verklega þjálfun við að þróa, framleiða og leikstýra kvikmyndaverkum af öllu tagi. Nemandinn fær nána leiðsögn fagfólks; framleiðenda, leikstjóra og atvinnuleikara og fær sérstaka þjálfun í leikaraleikstjórn.

Leikstjórn er önnur aðalnámsgrein deildarinnar. Nemendur eru kynntir fyrir starfi leikarans og annarra náinna samstarfsmanna leikstjórans, eins og myndatökumanni, leikmyndahönnuði, hljóðhönnuði ofl. og fá þannig reynslu til að þroskast sem leikstjórar, þ.e. listrænir yfirmenn kvikmyndaverka.

Námið gefur nemendum einnig góða innsýn í hlutverk og verkefni framleiðandans og kynnir þá fyrir ýmsum stöðugildum í framleiðslu og hver ábyrgð hvers hlutverks er. Leikstjórnarþjálfunin er markviss og stýra nemendur nokkrum verkefnum á hverri önn ýmist í samvinnu eða upp á eigin spýtur.

Markmiðið er að við útskrift sé nemandi fær um að gera eigið kvikmyndaverk og hafi góðan skilning á grundvallarlögmálum kvikmyndagerðar. Mikilvægt er að nemendur læri að vinna vel saman en séu engu að síður sjálfstæðir og vandvirkir.

Atvinnutækifæri eru fjölbreytt að loknu námi og þeim fer fjölgandi þar sem þekking á myndmiðlum og kunnátta í leikstjórn- og framleiðslu verður æ verðmætari. Námið er fyrst og fremst verklegt. Hver nemandi vinnur stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildamyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti af ýmsum toga.

Nemendur eru teknir inn í deildina á hverju misseri og valdir með sérstökum inntökuviðtölum. Leitað er eftir leiðtogum með sterka sýn, skipulagshæfileika og listræna taug. Við deildina starfar fjöldinn allur af leiðbeinendum og kennurum sem hafa það markmið að miðla af þekkingu sinni og reynslu.

Sýnishorn úr myndum nemenda

Fagstjórar í Leikstjórn & Framleiðslu

Hlín Jóhannesdóttir
Framleiðsla
Hilmar Oddsson
Leikstjórn
Námskeið
Leikstjórn 1 | LST 103
Framleiðsla 1 | FRL 103
Handritsgerð 1 | HAN 101
Myndræn frásögn 1 | MFA 102
Tónlistarmyndbönd | TÓN 103
Auglýsingar | AUG 102
Lokaverkefni 1. önn | LOK 106
Tæki og tækni 1 | TÆK 106
Samstarf milli deilda | SAM 102
Kvikmyndasaga 1 | KMS 102
Leikstjórn 2 | LST 205
Framleiðsla 2 | FRL 203
Handritsgerð 2 | HAN 203
Myndræn frásögn 2 | MFA 202
Listasaga 1 | LIS 102
Sjónvarpsþættir | SJÓ 103
Leikinn sjónvarpsþáttur | LSJ 105
Tæki og tækni 2 | TÆK 204
Samstarf milli deilda | SAM 201
Kvikmyndasaga 2 | KMS 202
Leikstjórn 3 | LST 303
Framleiðsla 3 | FRL 303
Handritsgerð 3 | HAN 302
Tilraun | TIL 102
Fjölkameruvinnsla | FJÖ 105
Stuttmynd | STU 106
Myndmál og meðferð þess | MYN 104
Samstarf milli deilda | SAM 303
Kvikmyndasaga 3 | KMS 302
Leikstjórn 4 | LST 404
Framleiðsla 4 | FRL 402
Handritsgerð 4 | HAN 402
Stoðnámskeið | STO 103
Heimildarmyndir | HEM 104
Lokaverkefni 4. önn | LOK 208
Samtíminn | SAT 102
Samstarf milli deilda | SAM 403
Kvikmyndasaga 4 | KMS 402
Samningar og kjör | VER 101

Umsagnir nemenda

Það er ekkert mál að vera „thinker“ með stútfullan heila af hugmyndum og vilja leggja sig fram. Í KVÍ kemstu ekki upp með annað en að vera „doer“ og framkvæma allar þessar hugmyndir – og rúmleg það!

Fagfólk úr öllum áttum sér til þess maður víkki stanslaust sjóndeildarhringinn og læri nýja hluti með hverju verkefni. Reynslan er nefnilega besti kennarinn og get ég með sanni sagt að ég hafi útskrifast hokinn af allskonar reynsu eftir öll þau verkefni sem ég vann við í KVÍ.

Atli Þór Einarsson, Útskrifaður vorið 2015
Kvikmyndaskólanámið var mér mikilvægt, ég hitti fólk í svipuðum hugleiðingum og fann fyrir miklum stuðningi hjá kennurum og starfsfólki. Ég var leitandi á þessum tíma og í skólanum var ég hvött til að sýna sjálfstæði og frumkvæði og það var einmitt það sem ég þurfti. Ég kynntist mörgu góðu fólki, bæði nemendum og kennurum og lærði mjög margt. Ég og tvær skólasystur mínar stofnuðum svo framleiðslufyrirtækið Anthems Of Our Youth á síðustu önninni okkar. Útskriftarmyndin okkar frá Kvikmyndaskólanum hefur komist inn á hátíðir víða um heim og við höfum nýlokið við aðra stuttmynd sem þegar er að fá góð viðbrögð.
Margrét Ósk Buhl, Útskrifuð vorið 2014