K

ÍNEMA er nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands og var það stofnað af nemendum haustið 2009. Félagið gætir hagsmuna nemenda og heldur fjölda viðburða á hverri önn. Markmið félagsins er að styrkja félagslíf og tengsl hvort heldur sem er á skólatíma eða utan hans. Í stjórn KÍNEMA eru tveir nemendur af hverri önn og vinna stjórnarmeðlimir að styrkingu flæðis verkefna og hugmynda á meðal nemenda. Lífið í skólanum er fjölbreytt og skemmtilegt og er mikið samstarf á milli deilda og eflir félagsstarfið þætti sem nauðsynlegir eru nemendum þegar haldið verður út í atvinnulífið.

Myndir úr félagslífinu