0 Comment
Söguborðsgerð, Bleikur dagur og svo mikið meir síðastliðna viku
Fyrsta önn Leikstjórnar / Framleiðslu luku kúrs í auglýsingagerð með sinni eigin auglýsingu, með auglýsingameistaranum Frey Árnasyni. Þau hófu svo kúrs í gerð tónlistarmyndbanda undir leiðsögn Erlends Sveinssonar (Kanarí). Þriðja önn frumsýndu fjölkameruþátt sem þau tóku vikunni áður, luku námskeiði í handritsgerð undir leiðsögn Tinnu Hrafnsdóttur (Munda) sem þau munu leikstýra í lok annar og hófu svo námskeið í Endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar, þar sem þau munu einnig læra söguborðs gerð.
Nemendur á fyrstu önn Skapandi Tækni sátu sinn fyrsta kúrs í kvikmyndatöku undir leiðsögn Stefáns Loftssonar (Brotið). Nemendur á annarri önn luku við stuttmyndir sem sína þeirra persónulega stíl með frumsýningu. Leiðbeinendur þeirra voru Ágústa Margrét Jóhannsdóttir (UseLess) og Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate). Nemendur á þriðju önn notuðu svo vikuna í tökur á heimildarmynd sem þeir munu svo koma til með að vinna áfram út önnina.
Fyrsta önn Handrita/ Leikstjórnar sátu kúrs í grunnreglum handritsgerðar undir leiðsögn fagstjórans Ottó Geirs Borg (Ég man þig, Astrópía). Nemendur á þriðju önn sátu kúrs í aðlögun þar sem þau skrifa handrit að eigin stuttmynd undir leiðsögn Tinnu Hrafnsdóttur (Munda) sem þau munu leikstýra í lok annar ásamt áfanga í handritum í fullri lengd, þar sem þau skrifa fyrstu drög að handriti fyrir kvikmynd í fullri lengd með Hrafnkeli Stefánsyni (Kurteist Fólk, Borgríki) ásamt því að hefja svo námskeið í Endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar, þar sem þau munu læra söguborðs gerð og endurgera senu úr kvikmynd. Nemendur á fjórðu önn sátu námskeið í framleiðslu þar sem þau meðal annars undirbúa lokamyndina sína undir leiðsögn Hlínar Jóhannesdóttur (Svanurinn, Bokeh) og héldu svo áfram að undirbúa myndina í námskeiði í leikstjórn með Gunnari B. Guðmundssyni ( Astrópía, Gauragangur)
Nemendur á fyrstu önn Leiklistar sátu námskeið í raddbeitingu með Þóreyju Sigþórsdóttur (Agnes, Kaldaljós) og Leiktækni með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL). Nemendur á annari önn luku við stuttmyndir sem sína þeirra persónulega stíl með frumsýningu. Leiðbeinendur þeirra voru Ágústa Margrét Jóhannsdóttir (UseLess) og Linda Stefánsdóttir (The Fifth Estate). Nemendur á þriðju önn Leiklistar luku námskeið í leiklistarsögu með Rúnari Guðbrandssyni (Svartur á leik, XL) og hófu svo námskeið í Endurgerð senu með öðrum nemendum þriðju annar, þar sem þau munu læra söguborðs gerð og endurgera senu úr kvikmynd.
Kínema, nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands, bauð upp á Handrita vinnustofu og Kareoke kvöld á þriðjudeginum og spilakvöld á fimmtudeginum að vanda. Þau buðu svo einnig upp á vöfflur á Vöffludeginum og héldu bleika daginn hátíðlegan.
Vikunni lauk að vanda í kvikmyndasögu í Bíó Paradís.