HÆFNIVIÐMIÐ DEILDAR 1

1. Þekking og skilningur. Nemandi öðlist:

1.1 verklega, fræðilega, tæknilega og faglega Þekkingu á starfssviði leikstjórans,

1.2 verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á framleiðslu kvikmynda,

1.3 þekkingu á grundvallarlögmálum handritsgerðar,

1.4 þekkingu á gerð margvíslegra kvikmyndaverkefna, auglýsinga, tónlistarmyndbanda, leikinna stuttmynda, sjónvarpsmynda, stúdíóþátta og heimildarmynda,

1.5 þekkingu á eðli og gerð myndmálsins.

2. Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni:

2.1 í að stýra leikurum og samstarfsfólki á persónulegan og faglegan hátt,,

2.2 og reynslu sem framleiðandi og framleiðslustjóri,

2.3 í skrifum á stuttmyndahandritum,

2.4 í vinnu við margvísleg kvikmyndaverkefni,

2.5 í því að miðla sögu og dramatík á sjónrænan hátt.

3. Nemandi öðlist hæfni til að:

3.1 vinna sem leikstjóri með persónulegan stíl, sem á grundvelli þekkingar og leikni nær því besta út úr leikurum og öðru samstarfsfólki,

3.2 vinna sem skapandi framleiðandi og faglegur framleiðslustjóri í kvikmyndum,

3.3 finna og meta hugmyndir og vinna þær til fullbúins handrits

3.4 vinna sem skapandi kvikmyndagerðarmaður og stjórnandi á ýmsum tegundum kvikmyndaverka,

3.5 gera tilraunir á sviði listsköpunar,

3.6 miðla flóknum frásögnum með myndrænum hætti.

SÉRGREINAR

Leikstjórn

1 . ÖNN