saektuumher

Listaskóli og sköpunarhús

Námið er að stærstum hluta verklegt og nemendur vinna að fjölmörgum verkefnum meðan á náminu stendur, bæði við eigin myndir og annarra.

Cilect

Kvikmyndaskóli Íslands er meðlimur í Cilect, alþjóðasamtökum fremstu kvikmyndaskóla heims. Cilect.org

Að loknu námi

Fjölmargar leiðir bjóðast nemendum að námi loknu; sérhæfing við erlenda háskóla, störf í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum, eða jafnvel eigin fyrirtækjarekstur. Menntunin nýtist líka sem viðbótarþekking við aðrar greinar, þó á ólíkum sviðum sé.

100% lán

Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar að fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu. lin.is

Náið samband við kvikmyndaiðnaðinn

Allir kennarar og leiðbeinendur eru starfandi fagfólk í kvikmyndaiðnaðinum. KVÍ er einnig í formlegu samstarfi um starfsþjálfun við RÚV, Stöð 2, Pegasus og Saga film.

Búum til stjörnur

Einkennisorð skólans standa fyrir þann einbeitta metnað skólans að mennta nemendur og standa við bakið á þeim, þannig að þeir komist í fremstu röð á einhverju sviði kvikmyndagerðar eða leiklistar.

Hvers vegna KVÍ

KVÍ hefur þróað einstakt tveggja ára prógram sem tryggir nemendum trausta faglega kunnáttu að námi loknu. Nemendur koma flestir inn sem byrjendur en útskrifast sem fagfólk, tilbúið að takast á við starfa í greininni eða sérhæfa sig í framhaldsnámi.

Alltaf opið fyrir inntöku

Hægt er að sækja um skólavist, hvenær sem er, alla daga ársins.
Ert þú með fréttaábendingu? Sendu okkur hana hér

Nýjustu fréttirnar

Ert þú upprennandi listamaður?

Sjálfstæðu listaskólarnir standa saman fyrir kynningarviku þessa vikuna, tilvali...
Lesa meira →

25 ár af kvikmyndum

Í tilefni af 25 ára afmælisári Kvikmyndaskóla Íslands munum við á næstunni sýna 25...
Lesa meira →

Vissuð þið ?

Kvikmyndaskóli Íslands heldur úti virkum síðum á samfélagsmiðlum sem vel þess virði...
Lesa meira →

Stockfish kvikmyndahátíðin er rétt handan við hornið

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verður haldin í fjórða...
Lesa meira →

Námskráin

Námskráin inniheldur uppbyggingu námsins, röðun námskeiða niður á annir og námskeiðalýsingar. Í námskeiðalýsingum eru heiti námskeiða og auðkenni, lýsing á inntaki hvers námskeiðsins, hvaða þekkingu er ætlast til að nemandi öðlist með setu á námskeiðinu og hvernig sú þekking er metin. Allir tilvonandi nemendur eru hvattir til þess að kynna sér námskrána sem er það rit sem best útskýrir hvernig einstaklingur lærir kvikmyndagerð eða leiklist.