INNRA NET    |    ENGLISH

heimasida-forsida-gulur
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR
Í LEIKSTJÓRN/FRAMLEIÐSLU - SKAPANDI TÆKNI - HANDRITI/LEIKSTJÓRN & LEIKLIST
Á HAUSTÖNN 2017
SÆKTU UM HÉR
heimasida-forsida-raudur
heimasida-forsida-graenn

CILECT eru alheimssamtök kvikmyndaskóla. Í samtökunum eru 150 “bestu”
kvikmyndaskólar heims og er samtökunum skipt niður í 5 álfusamtök.
Kvikmyndaskóli Íslands – KVÍ eða IFS -Icelandic Film School eins og hann heitir
uppá enska tungu, er þannig hluti af GEECT, sem eru Evrópusamtök CILECT-skólanna.
GEECT eru langfjölmennust álfusamtökin, telja samtals 83 kvikmyndaskóla í 33 löndum.
Kvikmyndaskóli Íslands er eini íslenski skólinn innan CILECT.

Það telst gæðastimpill á skóla að vera meðlimur að CILECT, enda má fullyrða að allir helstu
kvikmyndaskólar heims séu innan samtakanna. Kvikmyndaskóli Íslands varð fullgildur
meðlimur að CILECT á allsherjarþingi samtakanna í Höfðaborg 1.maí 2012.

"Hands on" nám

Flestir áfangar byggja á verklegu framlagi. Á fyrsta degi færð þú kvikmyndatökuvél í hendurnar.

Cilect

Kvikmyndaskóli Íslands er meðlimur í Cilect, alþjóðasamtökum fremstu kvikmyndaskóla heims. Cilect.org

100% lán

Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar að fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu. lin.is

Iðnaðurinn og fagfólk

Við vinnum náið með starfandi fagfólki úr öllum stéttum kvikmyndageirans.

Kvikmyndagerð og leiklist undir sama þaki

Aðgengi nemenda að leikurum og öfugt er hluti af sérstöðu skólans. Að auki fá allir leikarar undirstöðumenntun í kvikmyndagerð.

Mesta framleiðsla landsins

Á hverri önn framleiðir skólinn í kringum 100 myndir. Þetta gerir skólann að einhverju afkastamesta framleiðslufyrirtæki landsins. Að lokum fara margar þessara mynda á kvikmyndahátíðir víðsvegar um heiminn.
Ert þú með fréttaábendingu? Sendu okkur hana hér

Nýjustu fréttirnar

Kvikmyndaskólinn og Hjartasteinn – Margir útskrifaðir nemendur komu að gerð myndarinnar

Kvikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund  Arnar Guðmundsson hefur vakið verðskuldaða...
Lesa meira →

Kvikmyndaskólinn settur á morgun

Kvikmyndaskóli Íslands verður settur fyrir vorönn á morgun fimmtudaginn 12. janúar...
Lesa meira →

224 ára reynsla af listkennslu

Í dag hittust fulltrúar nokkurra rótgróinna listaskóla sem eiga það sameiginlegt að...
Lesa meira →

Skipulögð og til í að fórna frítíma sínum – Verkefnalisti Lovísu Láru árið 2016 hefur verið langur

Verkefnalisti Láru Lovísu Halldórsdóttir árið 2016 er áhrifamikill en það er ljóst að...
Lesa meira →

Námskráin

Námskráin inniheldur uppbyggingu námsins, röðun námskeiða niður á annir og námskeiðalýsingar. Í námskeiðalýsingum eru heiti námskeiða og auðkenni, lýsing á inntaki hvers námskeiðsins, hvaða þekkingu er ætlast til að nemandi öðlist með setu á námskeiðinu og hvernig sú þekking er metin. Allir tilvonandi nemendur eru hvattir til þess að kynna sér námskrána sem er það rit sem best útskýrir hvernig einstaklingur lærir kvikmyndagerð eða leiklist.

Algengustu spurningarnar

  • Er námið lánshæft?

    Já, LÍN býður upp á 100% lán vegna náms við Kvikmyndaskóla Íslands.
  • Hversu langt er námið?

    Námið við Kvikmyndaskóla Íslands stendur yfir í 2 ár.
  • Hvað er CILECT?

    Cilect eru samtök yfir fremstu kvikmyndaskóla í heiminum en nánari upplýsingar er að finna á cilect.org