Kennarar & leiðbeinendur

Hjá Kvikmyndaskóla Íslands vinnum við með kennurum og leiðbeinendum sem starfa við kvikmyndaiðnaðinn.
Þetta er stór hópur fagfólks sem kemur að náminu á hverju misseri og tekur virkan þátt í að móta leikstjóra, framleiðendur, tæknifólk, handritshöfunda og leikara framtíðarinnar. Margir eru fastagestir en stundum kalla verkefnin út í hinum stóra heimi. Hér er listi yfir þá sem hafa komið að kennslu með einum eða öðrum hætti á síðustu árum.
Kennarar
Kennarar Kvikmyndaskóla Íslands

Hlín Jóhannesdóttir
Kennari í framleiðsluHlín hefur verið framleiðandi í kvikmyndagerð síðan 2001 og hefur komið víða við á sínum ferli. Um þessar mundir er hún að framleiða mynd í fullri lengd “Skjálfti” sem verður frumsýnd árið 2021. Hún stofnaði framleiðslufyrirtækið “Urus Parvus” árið 2011. Hún hefur stjórnarmeðlimur IKSA ( Icelandic Film-and Television Academy) síðan 2015 en var kosin formaður 2016 og hefur gegnt þeirri stöðu síðan.

Hilmar Oddsson
Kennari í leikstjórnHilmar er einn af okkar frumkvöðlum í kvikmyndagerð en hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd árið 1986. Hann hefur leikstýrt fjölda af kvikmynda, heimildarmynda, útvarpsleikrita og sjónvarpefnis. Hann leikstýrði myndinni “Kaldaljós” sem vann til 5 Edduverðlauna og hlaut mörg önnur verðlaun á kvikmyndahátíðum erlendis. Kvikmyndir undir hans leikstjórn hafa þrisvar sinnum verið framlag Íslands til Óskarsverðlauna.

Baldvin Z
Kennari í leikstjórnBaldvin Z hefur verið einn virkasti og þekktasti leikstjóri Íslands síðustu ár. Hann hefur leikstýrt þáttum í þekktum íslenskum þáttaröðum og hefur gert þrjár bíómyndir í fullri lengd (Lof mér að falla, Vonarstræti og Órói). Verk hans hafa unnið til yfir 40 verðlauna, þar á meðal 18 Eddu verðlauna. Kvikmynd hans, Lof mér að falla var sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto og varð næst söluhæsta kvikmynd Íslands og Vonarstræti sló met þegar hún hlaut 12 íslensk kvikmyndaverðlaun.

Ninna Pálmadóttir
Kennari í leikstjórnNinna er ung kvikmyndagerðarkona sem á framtíðina fyrir sér í faginu. Hún útskrifaðist með MFA úr NYU Tisch School of the Arts árið 2019. Myndir eftir hana hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum víða um heim. Ninna vann til Edduverðlauna 2020 fyrir bestu stuttmynd ársins “Blaðberinn”.

Börkur Gunnarsson
Kennari í leikstjórnBörkur hefur komið víða við. Hann hefur leikstýrt 5 heimildarmyndum, mörgum stuttmyndum, skrifað 2 leikverk og gefið út bækur. Hann leikstýrði einnig kvikmyndinni “Þetta reddast” árið 2013. Hann hefur unnið hjá helstu fjölmiðlum landsins sem pistlahöfundur um menningarmál og einnig sem kvikmyndagagnrýnandi. Hann hefur setið í dómnefndum hjá RIFF og sinnti þar líka almannatengslum.

Sol Berruezo Pichon-Rivière
Kennari í leikstjórn og framleiðsluSol Berruezo Pichon-Rivière (1996) er kvikmyndagerðarmaður fædd í ARgentínu en býr á Íslandi. Hún útskrifaðist úr leikstjórn í Universidad del Cine.
“Mamá, mamá, mamá” er fyrsta mynd hennar í fullri lengd, gerð að fullu af konum: bæði í tökuliði og leikurum. Fyrsta mynd hennar, IM var frumsýnd á Berlinale 2020 þar sem hún fékk sérstaka tilnefningu frá dómnefnd. Hún var yngsti leikstjóri á 70. Berlinale hátíðinni. Myndin var svo sýnd í bíóhúsum í Frakklandi, Kína og Argentínu.
Í byrjun 2021, með aðstoð Biennale College Cinema, skaut Sol sína aðra mynd: “Nuestros días más felices”. Hún var frumsýnd í La Mostra Internazionale d'Arte Cinematografica della Biennale di Venezia 78.
Sol vinnur nú að sinni þriðju mynd “There is something that illuminates and it is not the sun” sem gerist á Íslandi, ásamt því að skrifa sína fyrstu skáldsögu og vinna í auglýsingagerð.

Vera Sölvadóttir
Fagstjóri kjarnaVera hefur leikstýrt fjölda kvikmynda og tónlistarmyndbanda, en hún frumsýndi sína fyrstu kvikmynd árið 2005. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar og einnig hefur hún setið í dómnefndum á mörgum kvikmyndahátíðum og verðlaunahátíðum um allan heim.

Baldvin Albertsson
Kennari í leikstjórnBaldvin starfaði sem stjórnandi framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan og var framleiðandi og leikstjóri hjá þeim í 6 ár. Innan Tjarnargötunnar leikstýrði hann mörgum auglýsingum og var einn af þeirra helstu starfsmönnum. Hann hefur einnig unnið við heimildamyndagerð og verið að kenna leiklist fyrir fólk á öllum aldri.

Hrafnkell Stefánsson
Kennari í handritsgerðHrafnkell hefur starfað sem handritshöfundur og leikstjóri frá árinu 2008. Hann hefur skrifað handrit að ótal stuttmyndum og er með mörg önnur í þróun. Hann hefur verið tilnefndur til Edduverðlauna fyrir handritið að “Kurteist fólk” en myndir eftir hann eins og “Borgríki” og “Borgríki 2 : Blóð hraustra manna” hafa einnig fengið fjölda tilnefninga.

Lee Lorenzo Lynch
Kennari í listasöguLee hefur verið að gera kvikmyndir frá 13 ára aldri. Lee útskrifaðist með BFA gráðu í kvikmyndagerð úr Film from California Institute of the Arts og með MFA gráðu úr Fine Art from the University of Southern California. Myndir eftir hann hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum eins og International Film Festival Rotterdam og Sundance svo eitthvað sé nefnt.

Curver Thoroddsen
Kennari í leikstjórnCurver er sjálfstætt starfandi listamaður og eftir hann liggur fjöldinn allur af gjörningum og listasýningum, en hann hefur verið starfandi síðan árið 1993. Hann er einnig tónskáld, hefur gefið út og komið fyrir á ótal plötum. Hann vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins árið 2003.

Björn Ófeigsson
Kennari í kvikmyndatökuBjörn er alhliða tækni maður og framleiðandi. Hann hefur mikið séð um eftirvinnslu á hinum ýmsu kvikmyndum eins og “Kaldaljós”, “Sveitabrúðkaup” og “Bjarnfreðarson”. Hann framleiddi og skaut heimildamyndina “Gnarr” árið 2010.

Kjartan Kjartansson
Kennari í hljóðvinnsluKjartan er okkar fremsti sérfræðingur þegar kemur að öllu sem viðkemur hljóði. Hann hefur starfað við hljóðhönnun og hljóðupptökur síðan 1991. Hann hefur tekið upp og hannað hljóðheim fyrir ótal margar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni, svo sem “Ófærð”, “Mýrin”, “Kaldaljós”, “Englar Alheimsins” og“Börn náttúrunnar” svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur einnig verið hljóðstjóri og hljóðjafnað tugi hljómplatna.

Vilius Petrikas
Kennari í myndbreytinguVilius hefur unnið við kvikmyndagerð síðastliðin áratug. Hann er leikstjóri, klippari og framleiðandi. Hann var tilnefndur til Daytime Emmy Awards fyrir vinnu sína í "Ocean Treks" árið 2018. Hann er um þessar mundir að framleiða myndina “Axlar-Björn” sem kemur út á næsta ári.

Bjarni Felix Bjarnason
Kennari í kvikmyndatökuBjarni Felix er reyndur kvikmyndatökumaður með yfir 25 ára reynslu af kvikmyndum, sjónvarpi og auglýsingum. Hann byrjaði feril sinn í kvikmyndum sem gaffer og varð svo kvikmyndatökumaður. Undanfarinn áratug hefur Bjarni einbeitt sér eingöngu að kvikmyndagerð. Bjarni lærði listasögu við háskólann í Vín seint á níunda áratugnum áður en hann byrjaði í kvikmyndagerð þar sem hann fann ástríðu sína.

Olaf De Fleur
Kennari í handritsgerðÓlafur hefur starfað við kvikmyndagerð í yfir tuttugu ár, sem leikstjóri, framleiðandi og einnig sem klippari. Hann hefur gert fjölmargar heimildamyndir og hlotið Edduverðlaun fyrir tvær þeirra, “Blindsker” og “Africa United”. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir bestu mynd á New York LGBT Film Festival árið 2008 fyrir myndina “The Amazing Truth About Queen Raquela”. Hann leikstýrði og framleiddi einnig kvikmyndir eins og “Stóra Planið”, “Kurteist fólk” , “Borgríki” og “Borgríki 2: Blóð hraustra manna”.

Davíð Alexander Corno
Kennari í klippinguDavíð hefur starfað við kvikmyndagerð frá árinu 2000. Hann hefur unnið bæði við framleiðslu og eftirvinnslu á hinum ýmsu kvikmyndum t.d. “Sumarbörn”, “Undir halastjörnu”, “Kona fer í Stríð” og “Skjálfti”.

Heiðar Sumarliðason
Kennari í handritsgerð
Dögg Mósesdóttir
Kennari í handritsgerðDögg hefur starfað sem leikstjóri og handritshöfundur síðustu 15 árin. Hún hefur leikstýrt mörgum tónlistarmyndböndum fyrir íslenskt tónlistarfólk og er um þessar mundir að vinna að tveimur sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum. Hún er einn af stofnendum Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem er haldin árlega.

Rúnar Guðbrandsson
Kennari í leiklistRúnar er einn fróðasti maður landsins þegar kemur að leiklistarfræðum og leiklistarsögu. Hann hefur leikstýrt fjölda sýninga, bæði í atvinnuleikhúsi og áhugaleikhúsi. Hann stofnaði og rak leikhópinn Lab Loki um árabil. Hann hefur verið tilnefndur til Grímuverðlauna 4 sinnum, bæði sem höfundur og leikstjóri ársins.

Þórey Sigþórsdóttir
Kennari í raddþjálfunÞórey hefur starfað sem leikkona og leikstjóri á sviði frá árinu 1991. Hún hefur leikið í uppsetningum hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu og öðrum sjálfstæðum leikhópum. Hún er ein af stofnendum og listrænn stjórnandi leikhópsins Fljúgandi Fiskar, en hópurinn hefur sett upp fjölmargar sýningar sem hafa fengið frábærar viðtökur. Verkið “Andaðu” sem hópurinn setti upp var tilnefnt til Grímuverðlauna árið 2017.

Þórunn Erna Clausen
Fagstjóri í leiklist / Kennari í söngÞórunn hefur starfað sem leikkona frá því árið 2001. Hún hefur leikið á sviði Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Þórunn hefur ferðast víða um heiminn, bæði með leikuppsetningar og einnig með söng. Hún stofnaði söngskólann Vocal Art þar sem hún kennir Complete Vocal Technique, en hún er viðurkenndur söngkennari frá Complete Vocal Intstitute í Kaupmannahöfn. Hún er einnig textahöfundur og hefur samið fjölmörg lög sem keppt hafa í Söngvakeppni sjónvarpsins og einnig tvö sem hafa verið framlag Íslands í Eurovision. Þórunn fékk tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sitt í “Dýrlingagenginu” og einnig til Edduverðlauna fyrir leik sinn í Kvikmyndinni “Dís” og þáttunum “Reykjavíkurnætur”.
Sigrún Gylfadóttir
Kennari í leiklistSigrún hefur starfað sem leikkona á sviði og í kvikmyndum. Hún hefur leikið hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu m.a. í“Tristan og Ísól” með leikhópnum Augnablik og í“Gallerí Njála” í Þjóðleikhúsinu. Hún var einnig með hlutverk í kvikmyndunum “Stuttur Frakki” og “Benjamín Dúfu”. Einnig var hún með hlutverk í jólasýningu í New York, “Christmas Revels”, sem var sýnd á Broadway. Sigrún hefur kennt leiklist fyrir börn í grunnskólum og framhaldsskólum og einnig haldið allskyns námskeið fyrir fólk á öllum aldri.

Arna Magnea Danks
Kennari í sviðsbardagalistumArna Magnea er kennari, bardagaleikstjóri, áhættuleikari og leikkona. Arna er með diplómu í kennarafræðum frá Listaháskólanum, BA í leiklist frá University of East London og lærði sviðsbardagalist í British Academy of Dramatic Combat. Hún fékk þjálfun frá Nick Hall, vopnameistara og stjórnarformanni BADC. Hún hefur unnið í gerð áhættuatriða í ýmsum framleiðslum eins og t.d Game of Thrones.

Þorsteinn Bachmann
Kennari í leiklistÞorsteinn Bachmann er einn okkar reynslumesti leikari Íslendinga. Hann er með reynslu af ótal verkefnum bæði á sviði og í kvikmyndum. Eins hefur hann mikið leiklistarnám að bakinu, t.a.m frá Bandaríkjunum.
Hann hefur einnig stundað önnur störf innan geirans, eins og verið Leikhússtjóri leikfélags Akureyrar, framleitt efni og stundað kennslu við bæði Kvikmyndaskóla Íslands og einnig á eigin vegum.
Að auki hefur hann leikstýrt fjölda verkefna.
Þorsteinn hefur að baki fjölda Edduverðlauna og tilnefninga.

Stefán Vilhelmsson
Kennari í raddþjálfunStefán hefur starfað mikið sem leikari og einnig mikið við talsetningar. Hann er meðlimur í leikhópnum Lottu og hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á þeirra vegum. Hann hefur talsett efni og lesið mikið inn á hljóðbækur. Stefán er einn af stofnendum Skýjasmiðjunnar og Frú Normu leikhúss. Hann hefur einnig starfað mikið við kennslu í sviðslistum og hefur kennt í grunnskólum, leiklistarnámskeiðum fyrir börn sem og fullorðna. Sýningar sem hann hefur tekið þátt í með leikhópnum Lottu hafa margsinnis verið tilnefnd til verðlauna eins og Grímunnar.

Gísli Torfason
Hljóðkennari / TæknimaðurÁrið 2010 hóf Gísli nám við Kvikmyndaskóla Íslands á tæknibraut og lauk því 2012 og fór þaðan beint til Kanada í Vancouver Film School (VFS) á Sound Design For Visual Media. Hann kláraði námið þar 2013. Vann um skeið hjá Ríkisútvarpinu en er að vinna sjálfstæt við hljóðvinnslu í dag.
Gísli hefur sérhæft sig í Foley vinnslu en sinnir öllum helstu hljóðverkefnum.

Pálmi Sigurhjartarson
PíanóPálmi Sigurhjartarson hefur verið starfandi sem atvinnutónlistarmaður síðan 1984 og tekið þátt í gerð fjölda hljómplatna, sem hljóðfæraleikari, útsetjari, upptökustjóri, lagahöfundur og söngvari. Þá hefur hann einnig starfað sem hljómsveitar- og tónlistarstjóri í sjónvarpi, útvarpi og leikhúsi, meðleikari hjá fjölda listamanna og unnið við tónlistarkennslu.
- Meðal tónlistar og hljómsveitastjóra verkefna í sjónvarpi ,, Spaugstofan RUV , Það var lagið stöð 2 ,, Gott Kvöld með Gísla Rúnari, stöð 2, Vinir Sjonna , framlag Íslands i Eurovision 2011, Stutt í spunann , RUV
- Meðal tónlistar og hljómsveitastjóra verkefna i leikhúsi ,, Söngleikurinn Ást ( Vesturport , Borgarleikhúsið 2007 ) ,, Love The Musical ( Vesturport Lyric Hammersmith 2008)
- Húsmóðirinn ( Vesturport , Borgarleikhúsið 2011. )
- Þetta er lífið , með Charlottu Bøving ( Iðnó 2010 )
- Afinn ( einleikur Sigurðar Sigurjónssonar, Borgarleikhúsið 2011 )
- Alvöru menn ( Austurbær 2012)
- Flytjandi og hugmyndasmiður í ,, Sniglabandið í beinni á rás 2 ( yfir 200 útvarpsþættir )
Pálmi starfar með spunahópnum Improv Island og hefur unnið á sviðslistabraut LHI , Kvikmyndaskóla Íslands og meðleikari í söngdeild FIH .Pálmi er starfandi með 4 virkum hljómsveitum , Sniglabandið - Bogomil Font & Millarnir - Gildran - Sváfnir Sig. , og er meðleikari helstu söngvara þjóðarinnar . Fyrsta sólóplata Pálma ,,Undir fossins djúpa nið” kom út á tvöföldum vínyl 2021 .
palmisigurhjartar@gmail.com

Jóel Sæmundsson
Kennari í leiklist
Oddný Sen
Yfirmaður kjarna
Ágústa M. Jóhannsdóttir
Fagstjóri og kennari á kjarnaÁgústa Margrét Jóhannsdóttir er eftirvinnslustjóri, fagstjóri og kennari við Kvikmyndaskóla Íslands, þar sem hún hóf störf árið 2010, upphaflega sem yfirmaður kjarna og kennari. Hún er þaulreyndur og verðlaunaður klippari sem hefur starfað í faginu síðan 2008 og unnið með helstu framleiðslufyrirtækjum landsins. Auk þess hefur Ágústa reynslu í framleiðslu, handritagerð og sem sýningarstjóri og dagskrárstjóri kvikmyndahátíða. Hún situr einnig í stjórn WIFT (Women in Film and Television) á Íslandi. Ágústa sinnir nú fjölbreyttum verkefnum í Kvikmyndaskóla Íslands og vinnur að klippingu kvikmynda og heimildarmynda.