Aðstaða & tæki


Fyrirmyndar aðstaða og tæki
Kvikmyndaskóli Íslands (KVÍ) er staðsettur í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Í húsnæðinu eru fullkomin mynd- og hljóðver og vandaður tæknibúnaður. Skólastofur eru sérsniðnar að kennslustarfi með sérstakar tölvustofur til kennslu og úrvinnslu verkefna. Aðstaðan er rúmgóð og hentar vel fyrir ólík verkefni í kennslustarfi.
Allar deildir hafa aðgang að tækjaleigu þar sem finna má víðtækt úrval af ljósum, myndavélum og hljóðupptökubúnaði svo eitthvað sé nefnt. Skólinn er búinn fjölda vandaðra myndvera og hljóðupptökuvera. Nemendur hafa auk þess aðgang að öllum helsta hugbúnaði sem þeim þörf er á.










