Kennarar & leiðbeinendur

Hjá Kvikmyndaskóla Íslands vinnum við með kennurum og leiðbeinendum sem starfa við kvikmyndaiðnaðinn.

Þetta er stór hópur fagfólks sem kemur að náminu á hverju misseri og tekur virkan þátt í að móta leikstjóra, framleiðendur, tæknifólk, handritshöfunda og leikara framtíðarinnar. Margir eru fastagestir en stundum kalla verkefnin út í hinum stóra heimi. Hér er listi yfir þá sem hafa komið að kennslu með einum eða öðrum hætti á síðustu árum.

Fagstjórar Kvikmyndaskóla Íslands

Hlín Jóhannesdóttir

Fagstjóri framleiðslu

Hlín er útskrifuð frá Mannfræði og Fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við Kvikmyndagerð frá árinu 2000, sem sjálfstæður framleiðandi, framleiðslustjóri og framleiðandi hjá Zik Zak Filmworks, sem hafa hlotið yfir 100 alþjóðleg verðlaun fyrir verkefni sín, þar á meðal tilnefningu til Óskarsverðlauna. Sem framleiðandi hefur Hlín unnið með mörgum af helstu leikstjórum Íslands í framleiðslu leikinna kvikmynda sem og heimildarmynda. Hún hefur einnig starfað sem rithöfundur fyrir tímarit og fréttir á netinu. Hún stofnaði kvikmyndafyrirtækið Vintage Pictures með Birgittu Jónsdóttur og á fyrirtækið Culture camp; Art Production House Ursus Parvus með Vilborgu Einarsdóttur. Myndir sem Hlín hefur framleitt, eru meðal annars "Svanurinn", "Bokeh" ,"This is Sanlitum" og margar fleiri.

Hilmar Oddsson

Fagstjóri leikstjórnar

Hilmar lærði kvikmyndgerð við Hochschule für Fernsehehen und Film í München í Þýskalandi. Hann frumsýndi sína fyrstu bíómynd árið 1986 og síðan hefur Hilmar gert 5 bíómyndir, 5 sjónvarpsmyndir, 5 stuttmyndir og yfir 25 tónlistarmyndbönd. Hann hefur gert fjölda heimildarmynda og yfir hundrað sjónvarpsþætti. Þar að auki hefur hann leikstýrt og stjórnað upptökum á tveimur “sitcom” þáttaröðum og leikstýrt auglýsingum og allra handa fræðsluefni. Hilmar hefur fjallað um kvikmyndir í sjónvarpi og eftir hann liggur fjöldi greina um kvikmyndatengd málefni. Hilmar hefur kennt kvikmyndagerð og kvikmyndaleik í tvo áratugi, m.a. við Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands, sem hann veitti forstöðu 2010 til 2017.

Eva Sigurðardóttir

Fagstjóri framleiðslu

Eva Sigurðardóttir er kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri með menntun frá University of Westminster í London í sjónvarpsframleiðslu. Eva bjó lengi og vann í Bretlandi og var þar tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir framleiðslu á stuttmyndinni Good Night (2012). Á Íslandi vann Eva Edduverðlaun árið 2016 fyrir stuttmyndina Regnbogapartý (2015) sem hún leikstýrði, skrifaði og framleiddi. Eva vann einnig Edduna árið 2017 fyrir framleiðslu á stuttmyndinni Ungar (2016), og árið 2018 hlaut stuttmyndin Frelsun (2017) tilnefningu í sama flokki, en hún var einnig framleidd af Evu. Alls hefur Eva framleitt 13 stuttmyndir og unnið verðlaun á kvikmyndahátíðum út um allan heim. 

Nýjasta verkefni Evu var leikstjórn og þróun handrits á sjónvarpsseríunni Vitjanir (2022) fyrir RÚV. Eva er stofnandi og eigandi framleiðslufyrirtækisins Askja Films sem sérhæfir sig í verkum um og/eða eftir konur. Önnur nýleg framleiðsluverkefni Evu eru kvikmyndirnar Fanga (2023) og Tryggð (2019) ásamt því að hún vann við framleiðslu að kvikmyndunum Andið eðlilega (2017), Hjartasteinn (2016) og Hrútar (2015).

Davíð Alexander Corno

Fagstjóri klippingar

Davíð hefur starfað við kvikmyndagerð í næstum áratug, fyrst og fremst sem klippari, en þó einnig sem leikstjóri, kvikmyndatökumaður og önnur störf á setti. Hann hefur klippt sína eigin heimildamynd ("7 ár"), allar myndir Benedikts Erlingssonar í fullri lengd ("Hross í oss", "Show of Shows" og "Kona fer í stríð"), fleiri myndir í fullri lengd ("Sumarbörn" og "Undir Halastjörnu") og er eins og stendur að klippa heimildarmyndirnar "3. póllinn" (í leikstjórn Andra Snæs Magnasonar og Anní Ólafsdóttur) og "14 ár" (sem hann leikstýrir sjálfur ásamt Áslaugu Einarsdóttur).

Tómas Örn Tómasson ÍKS

Fagstjóri kvikmyndatöku

Tómas hefur tengst kvikmyndagerð allt frá því hann var í Verzlunarskóla Íslands. Eftir útskrift fór hann í Háskóla Íslands og Köbenhavn Universitet, þar sem hann lagði stund á Sagnfræði. Samhliða náminu tók hann að sér alla þá vinnu sem bauðst og tengdist kvikmyndatöku. Tómas sá fyrir sér að gerast heimildarmyndagerðamaður, þar sem hann myndi skrifa, kvikmynda og leikstýra eigin verkum. Þegar hann kom heim úr námi sumarið 1996, bauðst honum ýmis vinna tengd kvikmyndagerð. Það var síðan árið 2002 að hann ákvað að snúa sér alfarið að kvikmyndatökunni. Á heimasíðu Tómasar er starfsreynsluágrip og tenglar í helstu verkefnin sem hann hefur kvikmyndað www.tomastomasson.com

Kjartan Kjartansson

Fagstjóri hljóðs

Kjartan er einn reyndasti hljóðmaður landsins og fremsti sérfræðingur landsins þegar kemur að hönnun hljóðheims. Hann hefur hljóðunnið fjöldan allan af kvikmyndum íslenskrar kvikmyndasögu. Eru verk á borð við "Sódóma Reykjavík", "Mýrin", "Englar Alheimsins" og "Djúpið" þar á meðal. Einnig annaðist Kjartan hljóðvinnu á fyrstu seríu af "Ófærð". Kjartan lærði við Den Danske Filmskole og hljóðvann kvikmyndina "Börn náttúrunnar" sama ár og hann útskrifaðist úr þeim skóla. Síðan hann útskrifaðist árið 1991 hefur hann hljóðeftirunnið og sinnt hljóðtökum á kvikmyndum, heimildamyndum og hljóðritað og hljóðblandað hljómplötur. Hann hefur kennt við Kvikmyndaskóla Íslands frá stofnun skólans árið 1992.

Rob Tasker

Fagstjóri myndbreytinga

Rob hefur unnið við kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar síðan 2008. Með yfir 40 titla á sínum starfsferli hefur Rob verið tilnefndur til verðlauna nokkrum sinnum fyrir verk sín t.d. Primetime Emmy Awards fyrir sjónvarpsseríuna "Hannibal" og tvisvar sinnum verið tilnefndur til Canadian Screen Award fyrir kvikmyndina "Wet Bum" og fyrir sjónvarpsseríuna "Copper". Hann hefur unnið við framleiðslu við hin ýmsu fyrirtæki eins og SagaFilm, Universial Pictures, NBC, Warner Brothers, 20th Century Fox, New Line Cinema, Sony Pictures, SyFy og mörg fleiri.

Heiðar Sumarliðason

Fagstjóri tegundir handrita

Heiðar Sumarliðason er með BA-gráðu af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands, sem og MA-gráður í Ritlist frá Háskóla Íslands og Leikstjórn frá East15 í London. Hann stundar nú nám til kennsluréttinda við Listaháskóla Íslands. Heiðar hefur skrifað leikverk og kvikmyndahandrit, á meðal verka eftir hann eru "(90)210 Garðabær" sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, "Rautt brennur fyrir" sem sýnt var í Borgarleikhúsinu, "Svín" sem flutt var í Útvarpsleikhúsi RÚV og kvikmyndaleikverkið "Það sem við gerum í einrúmi" sem sýnt var í Tjarnarbíói. Heiðar hefur leikstýrt tíu leikverkum í atvinnuleikhúsi, m.a. "Segðu mér satt" eftir Hávar Sigurjónsson, "Glerdýrunum" eftir Tennessee Williams, "Pizzasendlinum" eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem og eigin verkum. Heiðar er kvikmyndagagnrýnandi Vísis og er þar einnig með kvikmyndaþáttinn Stjörnubíó. 

Börkur Gunnarsson

Fagstjóri handrita í fullri lengd

Börkur Gunnarsson lærði kvikmyndaleikstjórn í FAMU í Prag í Tékklandi. Þar gerði hann einnig sína fyrstu bíómynd, Silný kafe, sem fór víða um heim og vann til alþjóðlegra og íslenskra verðlauna. Seinna gerði hann íslensku bíómyndina Þetta reddast. Hann hefur skrifað níu bækur; skáldsögur, nóvellur og eitt smásagnasafn. Tvö leikrita hans voru sett á svið. Hann vann í mörg ár sem Art Director á Talent Lab hjá RIFF (Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík) og í tvö ár var hann fjölmiðlafulltrúi hátíðarinnar. Hann hefur verið í dómnefndum á kvikmyndahátíðum, vann sem kvikmyndagagnrýnandi árum saman, var í fjögur ár í stjórn Menningarráðs Reykjavíkur, í tvö ár í stjórn Rithöfundasambandsins (stærstu hagsmunasamtök handritshöfunda á Íslandi), í þrjú ár í dómnefnd bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og fleira.

Kolbrún Anna Björnsdóttir

Fagstjóri leiks og hreyfingar

Kolbrún Anna lauk B.A.-hons. gráðu í Leiklist frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 1998 og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listamaður á fjölbreyttum vettvangi síðan. Kolbrún lauk kennaramenntun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og hefur kennslureynslu á öllum skólastigum, frá leikskóla- til háskólastigs. Þá lauk hún meistaranámi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2013.

Rúnar Guðbrandsson

Fagstjóri leiklistar

Rúnar nam upphaflega leiklist í Danmörku og starfaði þar um árabil sem leikari með ýmsum leikhópum. Frekari menntun hefur hann sótt m.a. til Póllands og Rússlands. Rúnar lauk MA og MPhil gráðum í Leikhúsfræðum og leikstjórn frá De Montfort háskólanum í Leicester í Englandi og hefur lokið fyrri hluta doktorsnáms í fræðunum. Hann var fyrsti prófessor í leiktúlkun við Listaháskóla Íslands. Rúnar hefur samið og leikstýrt fjölda leiksýninga hérlendis og erlendis og fengist við leiklistarkennslu og þjálfun leikara víða í Evrópu. Hann hefur auk þess leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Þórey Sigþórsdóttir

Fagstjóri leiks og raddar

Þórey hefur unnið sem leikkona og leikstjóri á sviði og í kvikmyndum frá því hún útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Þórey útskrifaðist með kennsluréttindi frá LHÍ árið 2004, MA gráðu í Advanced Theatre Practice frá The Royal Central School of Speech and Drama árið 2012 og MA gráðu í Hagnýtri Menningarmiðlun frá HÍ 2014. Þórey hefur í mörg ár kennt Rödd við Listháháskóla Íslands og ýmis námskeið fyrir leikara og fólk sem vinnur með röddina. Hún hefur réttindi til að kenna raddþjálfunaraðferð Nadine George frá The Voice Studio International í London og byggir kennsluna á NGT aðferðinni. Þórey er stofnandi og listrænn stjórnandi leikfélagsins Fljúgandi Fiskar sem hefur framleitt nokkar sýningar, m.a. "Hótel Heklu" eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálmsdóttur, og "Medeu" (multi-media) eftir Evrípídes. Þórey leikstýrði síðast verkinu "Andaðu" eftir Duncan Macmillan sem var frumsýnt við frábærar viðtökur í Iðnó í janúar 2017. Þórey hefur kennt rödd við Kvikmyndaskóla Íslands síðan 2016.

Kennarar

Kennarar Kvikmyndaskóla Íslands

Hlín Jóhannesdóttir

Kennari í framleiðslu

Hlín hefur verið framleiðandi í kvikmyndagerð síðan 2001 og hefur komið víða við á sínum ferli. Um þessar mundir er hún að framleiða mynd í fullri lengd “Skjálfti” sem verður frumsýnd árið 2021. Hún stofnaði framleiðslufyrirtækið “Urus Parvus” árið 2011. Hún hefur stjórnarmeðlimur IKSA ( Icelandic Film-and Television Academy) síðan 2015 en var kosin formaður 2016 og hefur gegnt þeirri stöðu síðan.

IMDB

Hilmar Oddsson

Kennari í leikstjórn

Hilmar er einn af okkar frumkvöðlum í kvikmyndagerð en hann frumsýndi sína fyrstu kvikmynd árið 1986. Hann hefur leikstýrt fjölda af kvikmynda, heimildarmynda, útvarpsleikrita og sjónvarpefnis. Hann leikstýrði myndinni “Kaldaljós” sem vann til 5 Edduverðlauna og hlaut mörg önnur verðlaun á kvikmyndahátíðum erlendis. Kvikmyndir undir hans leikstjórn hafa þrisvar sinnum verið framlag Íslands til Óskarsverðlauna.

IMDB

Baldvin Z

Kennari í leikstjórn

Baldvin Z hefur verið einn virkasti og þekktasti leikstjóri Íslands síðustu ár. Hann hefur leikstýrt þáttum í þekktum íslenskum þáttaröðum og hefur gert þrjár bíómyndir í fullri lengd (Lof mér að falla, Vonarstræti og Órói). Verk hans hafa unnið til yfir 40 verðlauna, þar á meðal 18 Eddu verðlauna. Kvikmynd hans, Lof mér að falla var sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto og varð næst söluhæsta kvikmynd Íslands og Vonarstræti sló met þegar hún hlaut 12 íslensk kvikmyndaverðlaun.

Ninna Pálmadóttir

Kennari í leikstjórn

Ninna er ung kvikmyndagerðarkona sem á framtíðina fyrir sér í faginu. Hún útskrifaðist með MFA úr NYU Tisch School of the Arts árið 2019. Myndir eftir hana hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum víða um heim. Ninna vann til Edduverðlauna 2020 fyrir bestu stuttmynd ársins “Blaðberinn”.

IMDB

Börkur Gunnarsson

Kennari í leikstjórn

Börkur hefur komið víða við. Hann hefur leikstýrt 5 heimildarmyndum, mörgum stuttmyndum, skrifað 2 leikverk og gefið út bækur. Hann leikstýrði einnig kvikmyndinni “Þetta reddast” árið 2013. Hann hefur unnið hjá helstu fjölmiðlum landsins sem pistlahöfundur um menningarmál og einnig sem kvikmyndagagnrýnandi. Hann hefur setið í dómnefndum hjá RIFF og sinnti þar líka almannatengslum.

IMDB

Sol Berruezo Pichon-Rivière

Kennari í leikstjórn og framleiðslu

Sol Berruezo Pichon-Rivière (1996) er kvikmyndagerðarmaður fædd í ARgentínu en býr á Íslandi. Hún útskrifaðist úr leikstjórn í Universidad del Cine.

“Mamá, mamá, mamá” er fyrsta mynd hennar í fullri lengd, gerð að fullu af konum: bæði í tökuliði og leikurum. Fyrsta mynd hennar, IM var frumsýnd á Berlinale 2020 þar sem hún fékk sérstaka tilnefningu frá dómnefnd. Hún var yngsti leikstjóri á 70. Berlinale hátíðinni. Myndin var svo sýnd í bíóhúsum í Frakklandi, Kína og Argentínu.

Í byrjun 2021, með aðstoð Biennale College Cinema, skaut Sol sína aðra mynd: “Nuestros días más felices”. Hún var frumsýnd í La Mostra Internazionale d'Arte Cinematografica della Biennale di Venezia 78.

Sol vinnur nú að sinni þriðju mynd “There is something that illuminates and it is not the sun” sem gerist á Íslandi, ásamt því að skrifa sína fyrstu skáldsögu og vinna í auglýsingagerð.

Brúsi Ólason

Kennari í handritsgerð og klippingu

Brúsi er leikstjóri, handritshöfundur og klippari. Hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2015 með BA gráðu í kvikmyndafræði og þaðan fór hann Mastersnám í Columbia University að læra leikstjórn. Myndir eftir hann hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum um allan heim en stuttmynd eftir hann “Viktoría” vann til verðlauna á Stockfish árið 2018.

IMDB

Vera Sölvadóttir

Kennari í leikstjórn

Vera hefur leikstýrt fjölda kvikmynda og tónlistarmyndbanda, en hún frumsýndi sína fyrstu kvikmynd árið 2005. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar og einnig hefur hún setið í dómnefndum á mörgum kvikmyndahátíðum og verðlaunahátíðum um allan heim.

Vera kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Tæki og Tækni 1

Lokaverkefni fyrsta misseris | LST119G

Handritsgerð | LST312G

Lokaverkefni 1 | HAN120G

IMDB

Baldvin Albertsson

Kennari í leikstjórn

Baldvin starfaði sem stjórnandi framleiðslufyrirtækisins Tjarnargatan og var framleiðandi og leikstjóri hjá þeim í 6 ár. Innan Tjarnargötunnar leikstýrði hann mörgum auglýsingum og var einn af þeirra helstu starfsmönnum. Hann hefur einnig unnið við heimildamyndagerð og verið að kenna leiklist fyrir fólk á öllum aldri.

Baldvin kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Auglýsingar | LST118G

Sjónvarpsþættir | LST220G / LEI320G

Hrafnkell Stefánsson

Kennari í handritsgerð

Hrafnkell hefur starfað sem handritshöfundur og leikstjóri frá árinu 2008. Hann hefur skrifað handrit að ótal stuttmyndum og er með mörg önnur í þróun. Hann hefur verið tilnefndur til Edduverðlauna fyrir handritið að “Kurteist fólk” en myndir eftir hann eins og “Borgríki” og “Borgríki 2 : Blóð hraustra manna” hafa einnig fengið fjölda tilnefninga.

Hrafnkell kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Handritsgerð | LEI417G

IMDB

Lee Lorenzo Lynch

Kennari í listasögu

Lee hefur verið að gera kvikmyndir frá 13 ára aldri. Lee útskrifaðist með BFA gráðu í kvikmyndagerð úr Film from California Institute of the Arts og með MFA gráðu úr Fine Art from the University of Southern California. Myndir eftir hann hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum eins og International Film Festival Rotterdam og Sundance svo eitthvað sé nefnt.

Lee kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Listasaga | LST209G / SKT217G / HAN216G

IMDB

Curver Thoroddsen

Kennari í leikstjórn

Curver er sjálfstætt starfandi listamaður og eftir hann liggur fjöldinn allur af gjörningum og listasýningum, en hann hefur verið starfandi síðan árið 1993. Hann er einnig tónskáld, hefur gefið út og komið fyrir á ótal plötum. Hann vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins árið 2003.

Curver kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Tilraun | TIL 102 | LST315G

IMDB

Arnar Valdimarsson

Kennari í leikstjórn

Arnar hefur starfað sem myndbandaframleiðandi og vefhönnuður síðan árið 1997. Hann hefur séð um útsendingar á hinum ýmsu viðburðum CCP, m.a. EVE fanfest og EVE Vegas. Hann sinnti líka ýmsum störfum við myndbandagerð fyrir CCP þ.á.m. sem framleiðandi, leikstjóri, í eftirvinnslu og dreifingu. Hann stofnaði Ink hönnunarhús auglýsingastofu árið 2001 og vann þar ýmis verkefni fyrir prent og vefmiðla.

Arnar kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Handritsgerð 2 | HAN 203 | LST 211G

Vignir Rafn Valþórsson

Kennari í handritsgerð

Vignir Rafn Valþórsson er leikari og handritshöfundur, þekktur fyrir Ligeglad (2016), Snaeland (2020) og Flakið.

IMDB

Eva Sigurðardóttir

Fagstjóri framleiðslu

Eva Sigurðardóttir er kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri með menntun frá University of Westminster í London í sjónvarpsframleiðslu. Eva bjó lengi og vann í Bretlandi og var þar tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir framleiðslu á stuttmyndinni Good Night (2012). Á Íslandi vann Eva Edduverðlaun árið 2016 fyrir stuttmyndina Regnbogapartý (2015) sem hún leikstýrði, skrifaði og framleiddi. Eva vann einnig Edduna árið 2017 fyrir framleiðslu á stuttmyndinni Ungar (2016), og árið 2018 hlaut stuttmyndin Frelsun (2017) tilnefningu í sama flokki, en hún var einnig framleidd af Evu. Alls hefur Eva framleitt 13 stuttmyndir og unnið verðlaun á kvikmyndahátíðum út um allan heim. 

Nýjasta verkefni Evu var leikstjórn og þróun handrits á sjónvarpsseríunni Vitjanir (2022) fyrir RÚV. Eva er stofnandi og eigandi framleiðslufyrirtækisins Askja Films sem sérhæfir sig í verkum um og/eða eftir konur. Önnur nýleg framleiðsluverkefni Evu eru kvikmyndirnar Fanga (2023) og Tryggð (2019) ásamt því að hún vann við framleiðslu að kvikmyndunum Andið eðlilega (2017), Hjartasteinn (2016) og Hrútar (2015).

Halla Einarsdóttir

Kennari í heimildamyndum

Halla Einarsdóttir hefur að undanförnu fengið mikla athygli fyrir heimildarmyndir sínar sem vekja athygli á viðkvæmum viðfangsefnum. Hún hefur meðal annars reynslu af framleiðslu, leikstjórn og handritsgerð. Halla hlaut heiðursverðlaunin í ár frá Reykjavík Feminist Film Festival fyrir heimildarmyndir sínar sem fylgja þróun kvenna í stjórnmálum, transgender málum og samkynhneigðum hreyfingum.

Björn Ófeigsson

Kennari í kvikmyndatöku

Björn er alhliða tækni maður og framleiðandi. Hann hefur mikið séð um eftirvinnslu á hinum ýmsu kvikmyndum eins og “Kaldaljós”, “Sveitabrúðkaup” og “Bjarnfreðarson”. Hann framleiddi og skaut heimildamyndina “Gnarr” árið 2010.

Björn kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Kvikmyndataka 2 | SKT202G

IMDB

Kjartan Kjartansson

Kennari í hljóðvinnslu

Kjartan er okkar fremsti sérfræðingur þegar kemur að öllu sem viðkemur hljóði. Hann hefur starfað við hljóðhönnun og hljóðupptökur síðan 1991. Hann hefur tekið upp og hannað hljóðheim fyrir ótal margar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni, svo sem “Ófærð”, “Mýrin”, “Kaldaljós”, “Englar Alheimsins” og“Börn náttúrunnar” svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur einnig verið hljóðstjóri og hljóðjafnað tugi hljómplatna.

Kjartan kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Hljóð 1 | SKT105G

Hljóð 2 | SKT206G

Hljóð 3 | SKT307G

Hljóð 4 | SKT408G

IMDB

Vilius Petrikas

Kennari í myndbreytingu

Vilius hefur unnið við kvikmyndagerð síðastliðin áratug. Hann er leikstjóri, klippari og framleiðandi. Hann var tilnefndur til Daytime Emmy Awards fyrir vinnu sína í "Ocean Treks" árið 2018. Hann er um þessar mundir að framleiða myndina “Axlar-Björn” sem kemur út á næsta ári.

IMDB

Tiago Forte

Kennari í myndbreytingu

Tiago hefur stundað hönnunarnám og byrjaði að vinna við kvikmyndagerð, sjónvarpsþáttagerð og leiksýningar í heimalandi sínu, Portúgal og hefur nú síðustu 10 árin unnið á Íslandi. Hann hefur rúmlega 20 ára reynslu í kvikmyndagerð, graffíkgerð og verið listrænn stjórnandi.

Meðal hans stærstu verkefna er listræn stjórnun á verkunum "Evil Machines" eftir Terry Jones, "Aquamatrix" frá Listbon World Exposition og "The Wall" eftir David Kinsella þar sem hann vann einnig við 2d og 3d gerð.

Tiego kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Myndbreyting MBR 304 | SKT315G

Ásta Ríkharðsdóttir

Kennari í leikmyndahönnun

Bjarni Felix Bjarnason

Kennari í kvikmyndatöku

Bjarni Felix er reyndur kvikmyndatökumaður með yfir 25 ára reynslu af kvikmyndum, sjónvarpi og auglýsingum. Hann byrjaði feril sinn í kvikmyndum sem gaffer og varð svo kvikmyndatökumaður. Undanfarinn áratug hefur Bjarni einbeitt sér eingöngu að kvikmyndagerð. Bjarni lærði listasögu við háskólann í Vín seint á níunda áratugnum áður en hann byrjaði í kvikmyndagerð þar sem hann fann ástríðu sína.

IMDB

Rob Tasker

Kennari í myndbreytingu

Rob hefur unnið að kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum í rúman áratug og hefur byggt upp mikið safn verkefna á sínu sviði í kvikmyndagerð. Rob hefur fengið nokkrar tilnefningar fyrir verk sín, svo sem tilnefningu til Primetime Emmy verðlauna fyrir sjónvarpsþáttinn 'Hannibal' og tvær kanadískar verðlauna tilnefningar fyrir kvikmyndina 'Wet Bum' og fyrir sjónvarpsþáttinn 'Copper', svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur unnið við framleiðslu fyrir margs konar viðskiptavini, þar á meðal SagaFilm, Universal Pictures, NBC, Warner Brothers, 20th Century Fox, New Line Cinema, Sony Pictures, SyFy, sem og aðra.

IMDB

Olaf De Fleur

Kennari í handritsgerð

Ólafur hefur starfað við kvikmyndagerð í yfir tuttugu ár, sem leikstjóri, framleiðandi og einnig sem klippari. Hann hefur gert fjölmargar heimildamyndir og hlotið Edduverðlaun fyrir tvær þeirra, “Blindsker” og “Africa United”.  Hann hlaut einnig verðlaun fyrir bestu mynd á New York LGBT Film Festival árið 2008 fyrir myndina “The Amazing Truth About Queen Raquela”. Hann leikstýrði og framleiddi einnig kvikmyndir eins og “Stóra Planið”, “Kurteist fólk” , “Borgríki” og “Borgríki 2: Blóð hraustra manna”.

Ólafur kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikstjórn 3 | LST303G

Útskriftarmynd | SKT423G

Lokaverkefni 3 | HAN322G

IMDB

Davíð Alexander Corno

Kennari í klippingu

Davíð hefur starfað við kvikmyndagerð frá árinu 2000. Hann hefur unnið bæði við framleiðslu og eftirvinnslu á hinum ýmsu kvikmyndum t.d. “Sumarbörn”, “Undir halastjörnu”, “Kona fer í Stríð” og “Skjálfti”.

Davíð kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Klipping 1 | SKT109G

Klipping 2 | SKT210G

Klipping 3 | SKT311G

Klipping 4 | SKT412G

IMDB

Arnar Benjamín Kristjánsson

Kennari í framleiðslu

Arnar kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Framleiðsla 2 | LST206G

Framleiðsla 3 | LST 307G

IMDB

Heiðar Sumarliðason

Kennari í handritsgerð

Heiðar kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Lög og reglur | HAN109G

Leikin bíómynd 1 | HAN101G

Leikin bíómynd 2 | HAN202G

Dögg Mósesdóttir

Kennari í handritsgerð

Dögg hefur starfað sem leikstjóri og handritshöfundur síðustu 15 árin. Hún hefur leikstýrt mörgum tónlistarmyndböndum fyrir íslenskt tónlistarfólk og er um þessar mundir að vinna að tveimur sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum. Hún er einn af stofnendum Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem er haldin árlega.

Dögg kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Tegundir leikins sjónvarpsefnis | HAN110G

Leikinn sjónvarpsþáttur | HAN211G

IMDB

Helga Rakel Rafnsdóttir

Kennari í handritsgerð

Helga Rakel kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Heimildarmyndir | HAN212G

Davíð Már Stefánsson

Kennari í handritsgerð

Davíð er með BS gráðu í heimspeki og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem blaðamaður í Reykjavík áður en hann flutti til New York til að stunda meistaranám í handritgerð við Columbia háskólann. Á meðan hann dvaldi í Los Angeles starfaði hann fyrir The Television Academy sem sér meðal annars um Emmy verðlaunin. Davíð vann að fyrstu seríuna sinni, KATLA, fyrir Netflix og Baltasar Kormák, sem kom út í sumar.

IMDB

Rúnar Guðbrandsson

Kennari í leiklist

Rúnar er einn fróðasti maður landsins þegar kemur að leiklistarfræðum og leiklistarsögu. Hann hefur leikstýrt fjölda sýninga, bæði í atvinnuleikhúsi og áhugaleikhúsi. Hann stofnaði og rak leikhópinn Lab Loki um árabil. Hann hefur verið tilnefndur til Grímuverðlauna 4 sinnum, bæði sem höfundur og leikstjóri ársins.

Rúnar kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leiklist 1 | LEI109G

Leiklist 2 | LEI210G

Leiklist 4 | LEI412G

Leiksmiðja og leikhús | LEI219G

Leiklistarsaga | LEI316G

Leikrit/Svið | HAN313G

IMDB

Þórey Sigþórsdóttir

Kennari í raddþjálfun

Þórey hefur starfað sem leikkona og leikstjóri á sviði frá árinu 1991. Hún hefur leikið í uppsetningum hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu og öðrum sjálfstæðum leikhópum. Hún er ein af stofnendum og listrænn stjórnandi leikhópsins Fljúgandi Fiskar, en hópurinn hefur sett upp fjölmargar sýningar sem hafa fengið frábærar viðtökur. Verkið “Andaðu” sem hópurinn setti upp var tilnefnt til Grímuverðlauna árið 2017.

Þórey kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikur og rödd 1 - texti | LEI105G

Leikur og rödd 2 - texti | LEI206G

Leikur og rödd 4 | LEI408G

IMDB

Tinna Ágústsdóttir

Kennari í leik og hreyfingu

Tinna kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikur og hreyfing 1 | LEI101G

Leikur og hreyfing 2 | LEI202G

Leikur og hreyfing 3 | LEI303G

IMDB

Þórunn Erna Clausen

Kennari í söng

Þórunn hefur starfað sem leikkona frá því árið 2001. Hún hefur leikið á sviði Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Þórunn hefur ferðast víða um heiminn, bæði með leikuppsetningar og einnig með söng. Hún stofnaði söngskólann Vocal Art þar sem hún kennir Complete Vocal Technique, en hún er viðurkenndur söngkennari frá Complete Vocal Intstitute í Kaupmannahöfn. Hún er einnig textahöfundur og hefur samið fjölmörg lög sem keppt hafa í Söngvakeppni sjónvarpsins og einnig tvö sem hafa verið framlag Íslands í Eurovision. Þórunn fékk tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sitt í “Dýrlingagenginu” og einnig til Edduverðlauna fyrir leik sinn í Kvikmyndinni “Dís” og þáttunum “Reykjavíkurnætur”.

Þórunn kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikur og rödd 1 - söngur | LEI105G

Leikur og rödd 2 - söngur | LEI206G

Leikur og rödd 3 - söngur | LEI307G

IMDB

Sigrún Gylfadóttir

Kennari í leiklist

Sigrún hefur starfað sem leikkona á sviði og í kvikmyndum. Hún hefur leikið hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu m.a. í“Tristan og Ísól” með leikhópnum Augnablik og í“Gallerí Njála” í Þjóðleikhúsinu. Hún var einnig með hlutverk í kvikmyndunum “Stuttur Frakki” og “Benjamín Dúfu”.  Einnig var hún með hlutverk í jólasýningu í New York, “Christmas Revels”, sem var sýnd á Broadway. Sigrún hefur kennt leiklist fyrir börn í grunnskólum og framhaldsskólum og einnig haldið allskyns námskeið fyrir fólk á öllum aldri.

Sigrún kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Lokaverkefni fyrsta misseris | LEI118G

Fagið og framtíðin | LEI415G

IMDB

Kolbrún Anna Björnsdóttir

Kennari í leik og hreyfingu og handritsgerð

Kolbrún Anna lauk B.A.-hons. gráðu í Leiklist frá Royal Welsh College of Music and Drama árið 1998 og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi listamaður á fjölbreyttum vettvangi síðan. Kolbrún lauk kennaramenntun frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006 og hefur kennslureynslu á öllum skólastigum, frá leikskóla- til háskólastigs. Þá lauk hún meistaranámi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands árið 2013.

Kolbrún kennir þessa áfnaga á haustmisseri 2023:

Leikur og hreyfing 2 - dansar | LEI202G

Leikur og hreyfing 3 - dansar | LEI303G

Leikur og hreyfing 4 | LEI404G

IMDB

Arna Magnea Danks

Kennari í sviðsbardagalistum

Arna Magena er kennari, bardagaleikstjóri, áhættuleikari og leikkona. Arna er með diplómu í kennarafræðum frá Listaháskólanum, BA í leiklist frá University of East London og læri sviðsbardagalist í British Academy of Dramatic Combat. Hún fékk þjálfun frá Nick Hall, vopnameistara og stjórnarformann BADC. Hún hefur unnið í gerð áhættuatriða í ýmsum framleiðslum eins og t.d Game of Thrones.

Arna kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

LEH 204 - Sviðsbardagalistir | LEI 202G

LEH 304 - Sviðsbardagalistir | LEI303G

IMDB

Birna Rún Eiríksdóttir

Kennari í spuna

Birna hefur starfað sem leikkona frá árinu 2010, bæði á sviði og í kvikmyndum. Hún hefur farið með hlutverk í myndum eins og “Órói” og leikið í sýningum hjá Borgarleikhúsinu, t.d. “Sýningin sem klikkar” og “Ellý”. Birna hefur einnig verið í sýningarhóp Improv Íslands frá árinu 2016. Birna hefur unnið til Edduverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni “Réttur”.

Birna kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Spuni & Grín | LEI213G

IMDB

Þorsteinn Bachmann

Kennari í leiklist

Þorsteinn Bachmann er einn okkar reynslumesti leikari Íslendinga. Hann er með reynslu af ótal verkefnum bæði á sviði og í kvikmyndum. Eins hefur hann mikið leiklistarnám að bakinu, t.a.m frá Bandaríkjunum.

Hann hefur einnig stundað önnur störf innan geirans, eins og verið Leikhússtjóri leikfélags Akureyrar, framleitt efni og stundað kennslu við bæði Kvikmyndaskóla Íslands og einnig á eigin vegum.

Að auki hefur hann leikstýrt fjölda verkefna.

Þorsteinn hefur að baki fjölda Edduverðlauna og tilnefninga.

Þorsteinn kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikstjórn með leikurum | LST

IMDB

Þorsteinn Gunnar Bjarnason

Kennari í leiklist

Þorsteinn Gunnar hefur leikstýrt og leikið í fjölda kvikmynda. Hann starfar mikið sem leikaraþjálfi fyrir íslenskar kvikmyndir og kennir einnig leiklist fyrir börn og fullorðna. Hann leikstýrði myndinni “Jóhannes” árið 2009 og hann hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum kvikmyndagerð.

IMDB

Rut Sigurðardóttir

Kennari í leik og hreyfingu

Rut kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikur og hreyfing 4 | LEI404G

IMDB

Stefán Vilhelmsson

Kennari í raddþjálfun

Stefán hefur starfað mikið sem leikari og einnig mikið við talsetningar. Hann er meðlimur í leikhópnum Lottu og hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á þeirra vegum. Hann hefur talsett efni og lesið mikið inn á hljóðbækur. Stefán er einn af stofnendum Skýjasmiðjunnar og Frú Normu leikhúss. Hann hefur einnig starfað mikið við kennslu í sviðslistum og hefur kennt í grunnskólum, leiklistarnámskeiðum fyrir börn sem og fullorðna. Sýningar sem hann hefur tekið þátt í með leikhópnum Lottu hafa margsinnis verið tilnefnd til verðlauna eins og Grímunnar.

IMDB

Gísli Torfason

Hljóðkennari / Tæknimaður

Árið 2010 hóf Gísli nám við Kvikmyndaskóla Íslands á tæknibraut og lauk því 2012 og fór þaðan beint til Kanada í Vancouver Film School (VFS) á Sound Design For Visual Media. Hann kláraði námið þar 2013. Vann um skeið hjá Ríkisútvarpinu en er að vinna sjálfstæt við hljóðvinnslu í dag.

Gísli hefur sérhæft sig í Foley vinnslu en sinnir öllum helstu hljóðverkefnum.

Pálmi Sigurhjartarson

Pálmi er margreyndur tónlistarmaður og leikur undir á píanó í söngtímum

Jóel Sæmundsson

Kennari í leiklist

Jóel kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Leikur f. Kameru | LSJ 103

Helga Björg Gylfadóttir

Kennari í kjarna

Oddný Sen

Yfirmaður kjarna

Oddný kennir þessa áfanga á haustmisseri 2023:

Kvikmyndasaga 1 | KJA109G

Kvikmyndasaga 2 | KJA210G

Kvikmyndasaga 3 | KJA311G

Kvikmyndasaga 4 | KJA421G

Samtíminn | KJA404G

Ágústa M. Jóhannsdóttir

Kennara á kjarna

Framleiðsla, eftirvinnsla og kennsla