Handrit & leikstjórn Deild 3
Tveggja ára diplómanám í leikstjórn og gerð handrita fyrir kvikmyndir.


Viltu skrifa framtíðina?
Tveggja ára diplómanám þar sem nemendur læra að færa hugmyndir sínar í handrit og leikstýra alla leið á hvíta tjaldið.
Nemendur skrifa handrit að ýmsum tegundum kvikmynda sem þeir leikstýra síðan og fullvinna. Auk þess skrifa þeir handrit að bíómynd í fullri lengd. Deildin hefur notið mikilla vinsælda og fjölmargir öflugir kvikmyndagerðarmenn hafa útskrifast frá henni.
Ef þú ert með brennandi áhuga á skapandi, verklegu námi í kvikmyndagerð þá erum við að leita að þér.
Af hverju Handrit & leikstjórn?
Kvikmyndaskóli Íslands er verklegur skóli þar sem nemendur skrifa, framleiða, leika, klippa, vinna og leikstýra sínum eigin myndum á meðan á náminu stendur. Allt skólahald snýst um kvikmyndagerð frá fyrstu mínútu til útskriftar.
Inntaka í skólann er á haustönn á hverju ári.
Aldrei eru teknir fleiri en 15 nýnemar í bekk. Séu bekkir fullir er hægt að skrá sig á biðlista.
Allir helstu kvikmyndagerðarmenn landsins kenna eða hafa kennt við skólann. Flestir þeirra eru með háskólapróf og menntun erlendis frá. Nemendum eru tryggð tengsl við reynslumikið fólk úr iðnaðinum.
Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli sem starfar með viðurkenningu Mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Tveggja ára diplómanám þar sem nemendur læra að færa hugmyndir sínar í handrit og leikstýra alla leið á hvíta tjaldið.
Nemendur skrifa handrit að ýmsum tegundum kvikmynda sem þeir leikstýra síðan og fullvinna. Auk þess skrifa þeir handrit að bíómynd í fullri lengd. Deildin hefur notið mikilla vinsælda og fjölmargir öflugir kvikmyndagerðarmenn hafa útskrifast frá henni.
Kvikmyndanám opnar ótal atvinnutækifæri að útskrift lokinni. Þessi menntun er eftirsótt hjá fyrirtækjum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis. Auk þess kjósa sumir að vinna sjálfstætt eftir útskrift og skapa eigin verkefni á eigin forsendum.
Ef þú hefur listræna sýn og metnað til að segja þínar eigin sögur þá ættir þú að leggja stund á Handrit og Leikstjórn við Kvikmyndaskóla Íslands.
Kvikmyndaiðnaðurinn er í örum vexti. Nýjungar í myndmiðlun og sjónvarpi kalla á fagleg vinnubrögð og sérþekkingu. Með slíka menntun gefast þér fjölmörg tækifæri til að láta ljós þitt skína.
Það má læra kvikmyndagerð á ýmsa vegu en tveggja ára nám við KVÍ er fljótlegasta leiðin sem þú finnur til að ná tökum á faginu, finna þína styrkleika og byggja um leið upp öflugt tengslanet til framtíðar.
Eftir áratugi af bóknámi áttu skilið að komast í nám sem hjálpar þér að koma þínum eigin hugmyndum í framkvæmd.
Kvikmyndaskóli Íslands býður í dag heimsins besta grunnnám á sínu sérsviði; að taka við byrjendum í faginu, mennta í tvö ár og útskrifa sem fagfólk.
Hæfniviðmið Deildar 3
Þekking
1. Þekking og skilningur
Nemandi öðlist:1.1 Þekkingu á vinnsluferli handritagerðar á leiknum bíómyndum í fullri lengd.
1.2 Þekkingu á ýmsum tegundum handritaskrifa fyrir ólíka miðla.
1.3 Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á starfssviði leikstjórans.
1.4 Þekkingu á gerð margvíslegra kvikmyndaverkefna með áherslu á leiknar stuttmyndir.
1.5 Þekkingu á starfssviði framleiðenda í kvikmyndum.
1.6 Þekkingu á skipulagi í handritaskrifum.
1.7 Þekkingu á eðli og gerð myndmálsins.
Leikni
2. Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni í að:2.1 Skrifa handrit að bíómynd í fullri lengd.
2.2 Skrifa ýmsar tegundir af handritum.
2.3 Stýra leikurum og öðru samstarfsfólki á persónulegan og faglegan hátt.
2.4 Vera leikstjóri og stjórnandi í leiknum kvikmyndum af ýmsu tagi.
2.5 Skilja framleiðsluferla kvikmynda og helstu samninga.
2.6 Meta og greina verkefnastöðu og skipuleggja sig.
2.7 Miðla sögu og dramatík á sjónrænan hátt.
Hæfni
3. Nemandi öðlist hæfni til að:3.1 Vinna að stórum handritsverkefnum eins og handriti að kvikmynd í fullri lengd.
3.2 Starfa sem skapandi handritshöfundur í fjölbreyttum tegundum verkefna.
3.3 Vinna sem leikstjóri með persónulegan stíl, sem á grundvelli þekkingar og leikni nær því besta út úr leikurum og öðru samstarfsfólki.
3.4 Vinna sem skapandi kvikmyndagerðarmaður og stjórnandi í ólíkum kvikmyndaverkum.
3.5 Tileinka sér starf framleiðanda í eigin kvikmyndagerð.
3.6 Skipuleggja störf sín í handritaskrifum.
3.7 Miðla flóknum frásögnum með myndrænum hætti.
1. Þekking og skilningur
1.1 Nemandi öðlist verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á starfssviði leikstjórans.
2. Hagnýt færni og leikni
2.1 Nemandi öðlist leikni í að stýra leikurum og öðru samstarfsfólki á faglegan hátt.
3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem leikstjóri með persónulegan stíl, sem á grundvelli þekkingar og leikni nær því besta út úr leikurum og öðru samstarfsfólki.
1. Þekking og skilningur
1.1 Nemandi öðlist þekkingu á handritaskrifum fyrir ólíka miðla og af ólíkum tegundum.
2. Hagnýt færni og leikni
2.1 Nemandi öðlist leikni í að skrifa ýmsar tegundir af handritum.
3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
3.1 Nemandi öðlist hæfni til að starfa sem skapandi handritshöfundur í fjölbreyttum tegundum verkefna.