Leiklist Deild 4
Tveggja ára diplóma nám sérhæfðri leiklist fyrir kvikmyndir.


Viltu baða þig í sviðsljósinu?
Tveggja ára diplómanám í kvikmyndaleik er einstök leið í íslensku menntakerfi sem veitir klassískan grunn í leikrænni tjáningu, söng og dansi ásamt kennslu í kvikmyndagerð.
Nemendur fá sérhæfða kennslu í kvikmyndaleik og þjálfun í leikrænni tjáningu. Mikil áhersla er lögð á beitingu líkamans, raddþjálfun, söng, dans og líkamsmeðvitund. Unnið er markvisst að því að finna styrkleika hvers og eins og skapa sterka karaktera með öflug tengsl við listasamfélagið á Íslandi.
Ef þú ert með brennandi áhuga á skapandi, verklegu námi í kvikmyndagerð þá erum við að leita að þér.
Af hverju leiklist?
Kvikmyndaskóli Íslands er verklegur skóli þar sem nemendur skrifa, framleiða, leika, klippa, vinna og leikstýra sínum eigin myndum á meðan á náminu stendur. Allt skólahald snýst um kvikmyndagerð frá fyrstu mínútu til útskriftar.
Inntaka í skólann er á haustönn á hverju ári.
Aldrei eru teknir fleiri en 15 nýnemar í bekk. Séu bekkir fullir er hægt að skrá sig á biðlista.
Allir helstu kvikmyndagerðarmenn landsins kenna eða hafa kennt við skólann. Flestir þeirra eru með háskólapróf og menntun erlendis frá. Nemendum eru tryggð tengsl við reynslumikið fólk úr iðnaðinum.
Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli sem starfar með viðurkenningu Mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Leiklistarnám opnar dyrnar að ótal atvinnutækifærum í kvikmyndum, sjónvarpi og sviðslistum. Undir leiðsögn starfandi fagfólks í leiklist öðlast nemendur sjálfsöryggi og færni til að koma sér á framfæri í sviðsljósinu.
Ef þig langar að láta ljós þitt skína á hvíta tjaldinu eða á öðrum sviðum leiklistar þá ættir þú að skoða nám í Leiklist við Kvikmyndaskóla Íslands.
Kvikmyndaiðnaðurinn er í örum vexti. Nýjungar í myndmiðlun og sjónvarpi kalla á fagleg vinnubrögð og sérþekkingu. Með slíka menntun gefast þér fjölmörg tækifæri til að láta ljós þitt skína.
Það má læra kvikmyndagerð á ýmsa vegu en tveggja ára nám við KVÍ er fljótlegasta leiðin sem þú finnur til að ná tökum á faginu, finna þína styrkleika og byggja um leið upp öflugt tengslanet til framtíðar.
Eftir áratugi af bóknámi áttu skilið að komast í nám sem hjálpar þér að koma þínum eigin hugmyndum í framkvæmd.
Kvikmyndaskóli Íslands býður í dag heimsins besta grunnnám á sínu sérsviði; að taka við byrjendum í faginu, mennta í tvö ár og útskrifa sem fagfólk.
Hæfniviðmið deildar 4
Þekking
1. Nemandi öðlist þekkingu og skilning á:
1.1 Eigin líkama og möguleikum hans til tjáningar í spuna, dansi og leiklist.
1.2 Leiktækni og helstu stefnum og hugtökum leiklistarinnar.
1.3 „Complete Vocal Technique“ raddþjálfunar kerfinu
1.4 Rödd sinni og því hvernig hann eflir getu sína sem söngvari
1.5 Raddbeitingu og textameðferð og möguleikum eigin raddar
1.6 Vinnu leikarans og kvikmyndagerðarmannsins með þáttöku í fjölda verkefna
1.7 Leikhúsinu og sviðinu
1.8 Hvernig er hægt að nýta leiklistarsöguna í skapandi starfi
1.9 Sígildum kenningum í leiklist
1.10 Handritsgerð og framleiðslu kvikmynda
1.11 Hvernig best er að koma sér á framfæri
Færni
2. Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni í:
2.1 Að vinna með líkama sinn á skapandi, listrænan og faglegan hátt í spuna, dansi og leiklist
2.2 Að glíma við flóknar senur og að takast á við áskoranir sem leikari í kvikmyndum og á sviði
2.3 Að vinna með rödd sína og söngrödd á persónulegan og faglegan hátt
2.4 Að vinna sem leikari í kvikmyndum af ýmsu tagi
2.5 Leiktækniæfingum þar sem unnið er með eigin persónu, reynslu og ímyndunarafl.
2.6 Að nota leiklistarsöguna í sköpunarstarfi
2.7 Hugmynda- og handritsvinnu og leikni í framleiðslu stuttmynda
2.8 Markvissum og meðvituðum undirbúningi fyrir kvikmyndaverk
2.9 Að gera kynningargögn og kynna leikhæfileika sína
Hæfni
3. Nemandi öðlist hæfni til að:
3.1 Vinna með líkama sinn á listrænan, skapandi og faglegan hátt
3.2 Nýta sér þekkingu sína til að vinna sem skapandi listamaður í leiklist
3.3 Koma fram sem söngvari og tjá sig á persónulegan og faglegan hátt
3.4 Vinna með ólík svið raddar sinnar og nýta þekkingu sína á raddbeitingu og raddtækni til að vinna á faglegan og skapandi hátt
3.5 Vinna af fullri fagmennsku sem leikari í fjölbreyttri flóru verkefna, bæði í kvikmyndum og á sviði
3.6 Rannsaka og tileinka sér grunnþætti leiktúlkunar, leiktækni og persónusköpunar í vinnu með leiktexta
3.7 Nýta sér leiklistarsöguna af þekkingu og í sköpunarvinnu
3.8 Færa hugmyndir yfir á handritsform
3.9 Vera drifkraftur kvikmyndagerðar þar sem hann ber ábyrgð á öllum þáttum framleiðslu frá hugmynd til frumsýningar, ásamt því að leika aðalhlutverk
3.10 Beita markvissum og meðvituðum undirbúningi fyrir kvikmyndahlutverk
3.11 Koma sjálfum sér á framfæri
1. Þekking og skilningur
1.1 Nemandi öðlist þekkingu á eigin líkama og möguleikum hans til tjáningar í gegnum spuna, dans og leiklist.2. Hagnýt færni og leikni
2.1 Nemandi öðlist leikni í að vinna með líkama sinn í spuna, dansi og leiklist.3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna með líkama sinn á listrænan, skapandi og faglegan hátt.1. Þekking og skilningur
1.1 Nemandi öðlist heildstæða þekkingu á „Complete Vocal Technique“ raddþjálfunarkerfinu
1.2 Nemandi öðlist skilning á rödd sinni og getu hennar
2. Hagnýt færni og leikni
2.1 Nemandi öðlist leikni í að nota raddþjálfunarkerfi leikarans
2.2 Nemandi öðlist færni í að vinna með söngrödd sína á persónulegan og faglegan hátt
3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
3.1 Nemandi öðlist hæfni til að koma fram sem söngvari og tjá sig á persónulegan og faglegan hátt
3.2 Nemandi nái faglegu valdi á rödd sinni og kunni að beita henni á ólíkan hátt eftir viðfangsefnum
1. Nemandi öðlist þekkingu og skilning á:
1.1 Sígildum kenningum og aðferðum í leiklist.2. Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni í:
2.1 Markvissum og meðvituðum undirbúningi fyrir kvikmyndahlutverk.3. Nemandi öðlist hæfni til að:
3.1 Beita markvissum og meðvituðum undirbúningi fyrir kvikmyndahlutverk.