Skapandi tækni Deild 2

Tveggja ára diplóma nám í Skapandi tækni við gerð kvikmynda.

Viltu koma hlutunum á hreyfingu?

Nemendur í Skapandi tækni öðlast færni í fjórum grunnstoðum kvikmyndagerðar: kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og myndbreytingu (visual effects). Mikið er lagt upp úr verklegu námi þar sem nemendur fá að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum undir handleiðslu færustu sérfræðinga okkar.

Ef þú ert með brennandi áhuga á skapandi, verklegu námi í kvikmyndagerð þá erum við að leita að þér.

Af hverju Skapandi tækni?

  1. Kvikmyndaskóli Íslands er verklegur skóli þar sem nemendur skrifa, framleiða, leika, klippa, vinna og leikstýra sínum eigin myndum meðan á náminu stendur. Allt skólahald snýst um kvikmyndagerð frá fyrstu mínútu til útskriftar.

  2. Inntaka í skólann er á haustönn á hverju ári.

  3. Aldrei eru teknir fleiri en 15 nýnemar í bekk. Séu bekkir fullir er hægt að skrá sig á biðlista.

  4. Allir helstu kvikmyndagerðarmenn landsins kenna eða hafa kennt við skólann. Flestir þeirra eru með háskólapróf og menntun erlendis frá. Nemendum eru tryggð tengsl við reynslumikið fólk úr iðnaðinum.

  5. Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli sem starfar með viðurkenningu Mennta- og barnamálaráðuneytisins.

  6. Skapandi tækniþekking er eftirsótt og kemur alltaf til með að nýtast í heimi þar sem kvikmynda- og sjónvarpsiðnaður fer hraðvaxandi ásamt örri þróun samskiptamiðla. Hér er um að ræða einstaklega praktískt nám enda eru atvinnumöguleikar fólks með þessar fjórar greinar á valdi sínu nánast óþrjótandi. Margir hefja sjálfstæðan rekstur að loknu námi eða halda utan til framhaldsnáms.

  7. Ef þú vilt læra eitthvað praktískt og tileinka þér færni í að töfra fólk upp úr skónum þá ættir þú að skoða nám í Skapandi tækni við Kvikmyndaskóla Íslands.

  8. Kvikmyndaiðnaðurinn er í örum vexti. Nýjungar í myndmiðlun og sjónvarpi kalla á fagleg vinnubrögð og sérþekkingu. Með slíka menntun gefast þér fjölmörg tækifæri til að láta ljós þitt skína.

  9. Það má læra kvikmyndagerð á ýmsa vegu en tveggja ára nám við KVÍ er fljótlegasta leiðin sem þú finnur til að ná tökum á faginu, finna þína styrkleika og byggja um leið upp öflugt tengslanet til framtíðar.

  10. Eftir áratugi af bóknámi áttu skilið að komast í nám sem hjálpar þér að koma þínum eigin hugmyndum í framkvæmd.

  11. Kvikmyndaskóli Íslands býður í dag heimsins besta grunnnám á sínu sérsviði; að taka við byrjendum í faginu, mennta í tvö ár og útskrifa sem fagfólk.

Hæfniviðmið deildar 2

  1. Þekking

    1. Þekking og skilningur.
    Nemandi öðlist:

    1.1  Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á kvikmyndatöku og lýsingu.

    1.2  Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á hljóðupptöku og hljóðvinnslu.

    1.3  Verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á klippingu kvikmynda.

    1.4  Þekkingu á myndvinnsluforritum til litgreiningar og eftirvinnslu kvikmynda.

    1.5  Þekkingu og skilning á straumum og stefnum í myndlistarsögunni.

    Leikni
    2. Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni:

    2.1  Í kvikmyndatöku og lýsingu sem kvikmyndatökumaður í margvíslegum kvikmyndaverkefnum.

    2.2  Og reynslu í hljóðupptöku og hljóðvinnslu í margvíslegum kvikmyndaverkefnum.

    2.3  Og reynslu sem klippari í margvíslegum kvikmyndaverkefnum.

    2.4  Í notkun myndvinnsluforrita.

    2.5  Í að setja saman gott framleiðsluteymi.

    2.6  Í að meta hugtök, strauma og stefnur í myndlist.


    Hæfni
    3. Nemandi öðlist hæfni til að:

    3.1  Vinna sem skapandi og faglegur kvikmyndatökumaður.

    3.2  Vinna sem skapandi og faglegur hljóðhönnuður í kvikmyndum.

    3.3  Vinna sem skapandi og faglegur klippari í kvikmyndum.

    3.4  Litgreina og eftirvinna kvikmyndir.

    3.5  Nota þekkingu sína á myndlist á skapandi hátt í kvikmyndagerð.

    3.6  Nýta sér grunnþekkingu á störfum framleiðenda í framleiðslu á lokaverkefni sínu á 4. misseri.

    3.7  Koma hugmyndum sínum í handritsform.

  2. 1. Þekking og skilningur
    1.1 Nemandi öðlist verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á kvikmyndatöku og lýsingu.

    2. Hagnýt færni og leikni
    2.1 Nemandi öðlist leikni í kvikmyndatöku og lýsingu sem kvikmyndatökumaður í margvíslegum kvikmyndaverkefnum.

    3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
    3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem skapandi og faglegur kvikmyndatökumaður.

  3. 1. Þekking og skilningur
    1.1 Nemandi öðlist verklega, fræðilega, tæknilega og faglega þekkingu á hljóðupptöku og hljóðeftirvinnslu.

    2. Hagnýt færni og leikni
    2.1 Nemandi öðlist leikni og reynslu í hljóðupptökum og hljóðvinnslum á margvíslegum kvikmyndaverkefnum.

    3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
    3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem skapandi og faglegur hljóðhönnuður í kvikmyndum.

  4. 1. Þekking og skilningur
    1.1 Nemandi öðlist verklega, fræðilega, tæknilega, sögulega og faglega þekkingu á klippingu kvikmynda.

    2. Hagnýt færni og leikni
    2.1 Nemandi öðlist leikni og reynslu sem klippari í margvíslegum kvikmyndaverkefnum.

    3. Hæfni sem hagnýting þekkingar og leikni
    3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna sem skapandi og faglegur klippari í kvikmyndum.

  5. 1. Nemandi öðlist þekkingu og skilning á:

    1.1  Myndvinnslu og myndbrellum í kvikmyndagerð.

    1.2  Grafíkforritum.

    2. Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni í:

    2.1  Adobe After Effects forriti fyrir hreyfigrafík.

    2.2  Black Magic Fusion forriti fyrir myndbreytingar.

    2.3  Black Magic Resolve forriti fyrir litvinnslu.

    2.4  Adobe Photoshop myndvinnsluforriti.

    3. Nemandi öðlist hæfni til að:
    3.1. Vinna með faglegum og skapandi hætti með ýmis myndvinnsluforit.
    3.2 Taka að sér eftirvinnslu í kvikmyndum.

Kennsluskrá

Deild 2 | Skapandi tækni

Nemendur skrifa...

Hjálmar Þór Hjálmarsson

,,Ég sótti um Kvikmyndaskólann því mér langaði til þess að auka kunnáttu og mynda sambönd tengd kvikmyndagerð. Námið var mjög fjölbreytt, skemmtilegt, mjög hands on og hjálpaði mér að undirbúa mig fyrir það sem koma skal. Í dag Starfa sem Assistant Camera og vinn aðallega í erlendum framleiðslum eins og Dr.Strange, Aquaman, Transformers, The Flight Attendant svo eitthvað sé nefnt."

- Hjálmar Þór Hjálmarsson, útskrifaður 2018
Aðstoðartökumaður

Óttar Ingi Þorbergsson

,,Ég hef alltaf einhvernvegin verið að leika mér að búa til einhverskonar myndbönd og stuttmyndir. Ég var í stuttmynda áfanga í grunnskóla og var svo í Vídeónefnd í framhaldsskóla þannig að þegar ég sá tækifærið um að fara í Kvikmyndaskólann þá stökk ég á það og sé ekki eftir því. Námið var rosa flott og ég lærði strax frekar mikið á fyrstu önninni. Fyrir mig hinsvegar þá var það besta við skólann að þetta var vettvangur sem ég gat mætt í á hverjum degi til að vera skapandi og læra nýja hluti. Þetta var staður þar sem ég hafði aðgang að búnaði, flottum kennurum og fullt af samnemendum sem ég vinn ennþá með daginn í dag.
Síðan ég útskrifaðist hef ég verið að fetja mig áfram sem tökumaður í kvikmynda- og auglýsingabransanum á Íslandi. Ég hef verið að skjóta tónlistarmyndbönd fyrir tónlistarfólk eins og Aron Can og Emmsjé Gauta. Ég er að enda við að klára stuttmynd sem ég þróaði með Fannari Birgissyni leikstjóra og svo eru fleiri verkefni í bígerð eins og mynd í fullri lengd."

- Óttar Ingi Þorbergsson, útskrifaður 2018
Tökumaður

Matthías Hálfdánarson

,,Ég útskrifaðist frá Skapandi Tækni vorið 2010 og hef verið að vinna við kvikmyndagerð síðan. Þessi tvö ár í Kvikmyndaskólanum reyndust mér mjög vel, skemmtileg og fræðandi. Skólinn er kjörinn vettvangur til að prufa sig áfram, undir góðri leiðsögn fagfólks úr bransanum. Maður öðlast fljótt grunnþekkingu á flestum sviðum kvikmyndagerðar, t.d. hljóðvinnslu, kvikmyndatöku, lýsingu, klippingu, framleiðslu o.m.fl. Skólinn skilaði mér miklu og góðu tengslaneti, sem ég tel nauðsynlegt að hafa til að koma sér af stað í bransanum. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa við kvikmyndagerð í framtíðinni."

- Matthías Hálfdánarson
Tökumaður

Sigurður Pétur

,,Mér fannst gaman að taka upp og klippa myndbönd og vissi ekki hvað ég ætti að gera eftir menntaskóla þannig hugsaði af hverju ekki að sækja um í Kvikmyndaskólanum?

Það sem kom mér mest á óvart var hópurinn af bæði góðum nemendum og kennurum sem tók á móti mér. Kynntist mörgum góðum samstarfsfélögum og vinum í þessum skóla og fékk alls konar sambönd. Ég vann hjá stafrænu auglýsingastofunni KIWI í eitt og hálft ár eftir útskrift en hætti síðan þar í janúar 2022 og fór að starfa sjálfstætt. Núna einbeiti ég mér mest að útivistar og ferðaverkefnum og er að elska það það! Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér."

- Sigurður Pétur

Arnar Dór

,,Það sem fékk mig til að sækja um í Kvikmyndaskólanum var að ég hafði alltaf haft gaman að því að taka upp og búa til myndbönd, alveg síðan ég man eftir mér. Kvikmyndaskóli Íslands var mér því ofarlega í huga í lok grunnskóla þar til í lok menntaskóla. Mig hafði lengi langað að vera tökumaður og ég ákvað að stökkva á tækifærið strax eftir útskrift úr menntaskóla.

Námið var virkilega fjölbreytt og skemmtilegt. Mikið af verklegum áföngum þar sem maður fær að spreyta sig í verki. Það sem kom mér mest á óvart var það hvað ég kynntist ótrúlega mikið af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki. Eitt af því besta við Kvikmyndaskólann að mínu mati eru tengslin á milli nemanda og samvinna þeirra. Ég er enn þann dag í dag að vinna með fólki úr Kvikmyndaskólanum.

Eftir að ég útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands í júní 2020, bauðst mér vinna hjá framleiðslufyrirtækinu Skjáskot, ég tók því og starfa þar enn. Ég er búinn að gera allskyns Auglýsingar, live streymi og unnið að þáttargerð sem dæmi frá því að ég útskrifaðist."

- Arnar Dór, útskrifaður 2020