Frábærir atvinnumöguleikar eftir skemmtilegt og lifandi nám

S
kapandi tækni skiptist í fjögur grunnfög; kvikmyndatöku, klippingu, hljóð og það sem við höfum kosið að kalla myndbreytingu (vfx eða myndbrellur og litaleiðrétting) . Þetta er nýjung í námsframboði skólans og markmiðið er að mæta ýtrustu kröfum nútímakvikmyndagerðar, þar sem tölvan leikur æ stærra hlutverk.

Jafnframt sækja nemendur stoðáfanga í leikmyndagerð, listasögu, og ljósmyndun. Einnig eru sameiginleg kjarnafög: kvikmyndasaga, grunntækninámskeið og myndræn frásögn.

Á tveimur námsárum fara nemendur í gegnum fjöldan allan af verkefnum; heimildarmyndir, kynningarmyndir, stutttmyndir, endurgerð á senu, ljóðrænar myndir án orða, leikið sjónvarpsefni í samstarfi við fagfólk og loks útskriftarverk í formi stuttmyndar. Þá eru ótalin fjölmörg verkefni sem nemendur taka þátt í utan sinnar deildar.

Leiðir að loknu námi eru fjölbreyttar. Margir hefja störf innan íslenska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins á meðan aðrir hefja sinn eigin rekstur eða halda utan til framhaldsnáms. Atvinnumöguleikar eru góðir.

Nám við Kvikmyndaskóla Íslands er góður undirbúningur fyrir störf í öllum þáttum kvikmyndagerðar. Nálgist nemandi námið af metnaði og samviskusemi uppsker hann ríkulega.

Sýnishorn úr myndum nemenda

Fagstjórar Skapandi Tækni

Árni Filippusson
Kvikmyndataka
Kjartan Kjartansson
Hljóð
Kristján U. Kristjánsson
Myndbrellur
Jakob Halldórsson
Klipping
Námskeið
Kvikmyndataka 1 | KVM 104
Hljóð 1 | HLE 104
Klipping 1 | KLM 104
Myndbreyting 1 | MBR 102
Lokaverkefni 1. önn | LOH 106
Tæki og tækni 1 | TÆK 106
Samstarf milli deilda | SAM 102
Kvikmyndasaga 1 | KMS 102
Kvikmyndataka 2 | KVM 204
Hljóð 2 | HLE 205
Klipping 2 | KLM 204
Myndbreyting 2 | MBR 204
Leikmynd | LEB 104
Listasaga 1 | LIS 102
Tæki og tækni 2 | TÆK 204
Samstarf milli deilda | SAM 201
Kvikmyndasaga 2 | KMS 202
Kvikmyndataka 3 | KVM 306
Hljóð 3 | HLE 304
Klipping 3 | KLM 305
Myndbreyting 3 | MBR 304
Handritsgerð | HHÖ 102
Myndmál og meðferð þess | MYN 104
Samstarf milli deilda | SAM 303
Kvikmyndasaga 3 | KMS 302
Kvikmyndataka 4 | KVM 403
Hljóð 4 | HLE 403
Klipping 4 | KLM 404
Myndbreyting 4 | MBR 403
Framleiðsla | FRT 102
Lokaverkefni 4. önn | LHÖ 208
Samtíminn | SAT 102
Samstarf milli deilda | SAM 403
Kvikmyndasaga 4 | KMS 402
Samningar og kjör | VER 101

Umsagnir nemenda

Árin mín tvö í Kvikmyndaskólanum voru ómetanleg og það kom ekki sá dagur sem ég tímdi að missa af. Ég lærði nýja hluti á hverjum degi jafnt frá kennurum, sem voru margir hverjir þeir allra færustu í faginu og ekki síður frá samnemendum mínum. Þegar ég byrjaði kunni ég lítið sem ekkert, en allt frá því ég útskrifaðist hef ég haft meira en nóg að gera í faginu. Allt frá tónlistarmyndböndum, krakkafréttum og yfir í bíó.

Erla Hrund Halldórsdóttir, Útskrifuð vorið 2014
Ég útskrifaðist af Skapandi Tækni vorið 2010 og hef verið að vinna við kvikmyndagerð síðan. Þessi tvö ár í Kvikmyndaskólanum reyndust mér mjög vel, skemmtileg og fræðandi. Skólinn er kjörinn vettvangur til að prufa sig áfram, undir góðri leiðsögn fagfólks úr bransanum. Maður öðlast fljótt grunnþekkingu á flestum sviðum kvikmyndagerðar – t.d hljóðvinnslu, kvikmyndatöku, lýsingu, klippingu, framleiðslu o.m.fl. Skólinn skilaði mér miklu og góðu tengslaneti, sem ég tel nauðsynlegt að hafa til að koma sér af stað í bransanum. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa við kvikmyndagerð í framtíðinni.
Matthías Hálfdánarson, Útskrifaður vorið 2010