Námskráin inniheldur uppbyggingu námsins, röðun námskeiða niður á annir og námskeiðalýsingar. Í námskeiðalýsingum eru heiti námskeiða og auðkenni, lýsing á inntaki hvers námskeiðsins, hvaða þekkingu er ætlast til að nemandi öðlist með setu á námskeiðinu og hvernig sú þekking er metin. Allir tilvonandi nemendur eru hvattir til þess að kynna sér námskrána sem er það rit sem best útskýrir hvernig einstaklingur lærir kvikmyndagerð eða leiklist.