Úrvalsmyndir nemenda

Við gerum bíó

Vala Ómarsdóttir

"Dætur"

"Dætur" fjalla um einstæða móður og dætur hennar tvær. Á meðan móðirin leitar að karlmanni til að bjarga sér frá erfiðleikunum sem því fylgir að vera einstæð móðir, sækist eldri dóttirin eftir því að vera ábyrgðarlaus unglingur. Það hefur þó ófyrirsjáanleg áhrif á þann sem síst skildi.

Mahesh Raghavan

"Þessi eina nótt"

Líf parsins Paul og Gloria breytist skyndilega eftir saklaust rifrildi á föstudagskvöldi. Paul vonar að þetta sér bara eitt annað kjánalegt rifrildi sem mun jafna sig yfir helgina. En Gloria verður alvarlega veik á laugardeginum. Paul eyðir næstu klukkutímum uppi á spítala og bíður eftir að Gloria vakni svo þau geti sæst.

Emil Alfreð Emilsson

"Þrír menn"

Faðir og tveir synir hans búa í einangraðri sveit úti á landi. Samband þeirra er torsótt þar sem mismunandi viðhorf til lífsins skarast. Eftir uppákomu í fjölskyldunni og pressu frá föður sínum finnur eldri bróðirinn sig knúinn til þess að haga sér nær aldri sínum og að verða um leið betri fyrirmynd fyrir yngri bróður sinn.

Guðni Líndal Benediktsson

"No homo"

Fyndið hvað lífið getur tekið algjörum stakkaskiptum út af einni setningu. Það þarf svo lítið til að rústa öllu jafnvægi. Ekki það að Arnar sé eitthvað fordómafullur, alls ekki. Svona fólk má endilega vera til. Hann átti bara eiginlega ekki von á þessu. Því þetta kemur bara fyrir annað fólk. Er það ekki ?

Óttar Thorbergsson

"Heima"

Tækifæri til þess að verða listmálari blasir við ungum dreng sem átt hefur þann draum alla sína tíð. Vegferð listarinnar þekkist ekki á hans heimili og yrði hann því að fara á skjön við fjölskyldu sína til þess að draumur hans rættist.

Gunna Helga Sváfnisdóttir

"Monika"

Monika hefur alltaf verið fyrirmyndar samfélagsþegn, dóttir, eiginkona, nemandi og starfsmaður, en streitist á móti þegar fullkomnunin virðist algjör. Hún gerir sér grein fyrir því að hingað til hefur allt verið metið á andlausan mælikvarða; einkunnir, álit annara, launatékkar. Hún heldur í andlegt ferðalag sem tekur á, en að lokum er vel þess virði.

Ólöf Birna Torfadóttir

"Síðasta sumar"

Sandra er aftur flutt heim til foreldra sinna en hún hefur fengið vinnu í kjötvinnslufyrirtæki þar í sveit. Yfirmaðurinn er ekki sá skemmtilegasti, verkstýran með nokkrar lausar skrúfur og starfsfólkið almennt hið furðulegasta. Hins vegar hefur Sandra við stærra vandamál að stríða heima fyrir; foreldrarnir fastir í "lollypop" landi, allir með augun lokuð og vandamál í sjónvarpsherberginu.

Óli Jón Gunnarsson

"Gunna"

Gunnar er einstæður bóndi á afskekktum stað. Hann býr með kindunum sínum í friði og ró í sveitinni og vill hvergi annars staðar vera. Einn daginn á sér stað atvik sem gæti haft áhrif á líf hans til frambúðar.