Inntökuskilyrði & skólagjöld
Inntökuskilyrði
Við mat á nemendum inn í skólann er skoðaður bakgrunnur nemenda hvað varðar menntun, atvinnureynslu og lífsreynslu almennt. Reynt er að meta hvernig námið í Kvikmyndaskóla Íslands muni henta viðkomandi nemanda og hversu líklegt sé að nemandi geti náð góðum árangri að námi loknu.
Umsækjendur í allar deildir skólans skulu hafa lokið stúdentsprófi eða jafngildu prófi. Skólanum er þó heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur fyrir nám við skólann. Rektor ákveður samkvæmt umsögn inntökunefndar hvaða nemendum skal veitt innganga í skólann á þessum forsendum.
Umsækjendur í deildir I til III þurfa að senda inn ítarlega umsókn, einnig eru þeir hvattir til að senda inn efni sem þeir hafa búið til eða tekið þátt í. Íslenskir umsækjendur þurfa að mæta í inntökuviðtöl og taka þangað með sér ljósrit eða staðfest afrit af prófskírteinum og öðrum gögnum sem kann að verða óskað eftir. Umsækjendur í deild IV, leiklistardeild þurfa að þreyta verklegt inntökupróf ásamt viðtölum.
Deildarforsetar ásamt völdum kennurum skipa inntökunefndir við skólann. Tekið er við nýnemum inn í skólann bæði á haust- og vor misseri. Auglýst skal eftir umsóknum á haust misseri eigi síðar en í apríl og skal inntöku vera lokið í júní. Auglýst skal eftir umsóknum á vor misseri eigi síðar en í október og skal inntöku vera lokið í nóvember.
Hámarksfjöldi í hvern bekk eru 12 nemendur. Leitast skal við að hafa jafnræði kynja í bekkjum.
Skólagjöld
Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli og standa skólagjöld nemenda undir um 60% af kennslukostnaði. Innifalið í skólagjöldum er leiga á tækjum auk þess sem nemendur fá fjármuni til umráða við framleiðslu á ákveðnum verkefnum.
Skólagjöldin eru þau sömu á öll sérsviðin, krónur 700 þúsund f 1. misseri en 600 þúsund fyrir 2. 3. og 4. misseri.
Menntasjóður námsmanna lánar fyrir skólagjöldum að fullu.
Nemandi skal greiða staðfestingagjald að upphæð krónur 30.000 þegar hann hefur nám á 1. önn. Getið er um greiðsluskilmála staðfestingagjalds í bréfi þegar inntaka nemanda er staðfest.
Þrjár meginreglur gilda um skólagjöld:
1) Nemendur hefja ekki nám á misseri, fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu skólagjalda.
2) Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nám er hafið.
3) Kostnaður við nám breytist ekki á námstíma.