Hvernig er námið í skólanum
Hvað námið býður uppá í Kvikmyndaskólanum
Hin sjónræna frásögn
Sjónræn frásögn er stór hluti af okkar daglega lífi. Það er skemmtileg leið til þess að leyfa áhorfendunum að upplifa líf og sögur annarra á áhrifaríkan hátt frá sjónarhorni sögumannsins. Við notum þetta á samfélagsmiðlum, í kvikmyndahúsum og listum alls staðar, á öllum götum heims.
Markmið Kvikmyndaskóla Íslands er að veita nemendum leiðsögn og þekkingu sem undirbýr þau til frekara náms eða starfa í kvikmynda- og sjónvarps iðnaðinum, bæði á Íslandi og erlendis.
Síðan við byrjuðum að bjóða upp á kvöldnámskeið í kvikmyndagerð fyrir 28 árum síðan, árið 1992, í húsakynnum MÍR félagsins að Vatnsstíg 17, hefur bæði námið og kennslu umhverfið þróast gífurlega. Í dag er Kvikmyndaskólinn staðsettur að Suðurlandsbraut 18 og býður nemendum upp á 120 eininga, tveggja ára diplómanám í fjórum mismunandi deildum, Leikstjórn & Framleiðsla, Skapandi Tækni, Handrit & Leikstjórn og Leiklist.
Frá upphafi hefur skólinn lagt mikla áherslu á listrænt tjáningarfrelsi nemenda, þar sem þeir búa til sín eigin verkefni frá upphafi til enda og er þetta því að meirihluta verklegt nám með leiðsögn hæfileikaríkra leiðbeinanda úr kvikmyndageiranum.
Leikstjórn & framleiðsla
Leikstjóri og framleiðandi eru aðalstjórnendur kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Á þessu tveggja ára tímabili læra nemendur að skipuleggja og deila út verkefnum, samvinnu, að leikstýra leikurum og framleiða alls kyns verkefni.
Nemendur gera stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti í verklega hluta námsins. Þannig öðlast þeir fjölbreytta framleiðslu- og leikstjórnar reynslu á ólíkum tegundum kvikmyndaefnis.
Nemendur mæta í tíma til reyndra kvikmyndagerðarmanna þar sem þau fara yfir mikilvæga punkta og setja fyrir verkefni í bóklega hluta námsins.
Atvinnutækifæri eru fjölbreytt að loknu námi, margir byrja að vinna sjálfstætt og búa sér til verkefni, aðrir finna vinnu í kvikmynda- eða sjónvarp iðnaðinum og sumir fara erlendis í framhaldsnám.
Leitað er að leiðtogum með sterka sýn, skipulagshæfileika og listræna taug sem nemendur í deildina.
Skapandi tækni
Skapandi tækni er einstakt nám. Menntunin er praktísk, verðmæt og eftirsótt í hraðvaxandi kvikmynda- og sjónvarps iðnaði. Á þessu tveggja ára tímabili læra nemendur á öll helstu tæki og forrit sem notuð eru við kvikmyndatöku og eftirvinnslu.
Námið er að stærstum hluta verklegt þar sem nemendur vinna fjölmörg verkefni um leið og þeir læra á sérgreinar deildarinnar. Kvikmyndataka, klipping, hljóðvinnsla og myndbreyting (vfx) eru tæknilegar grunnstoðir allrar kvikmyndagerðar.
Leiðir að loknu námi eru fjölbreyttar. Margir hefja störf innan íslenska kvikmynda, sjónvarps- og samfélagsmiðla iðnaðarins, á meðan aðrir hefja sinn eigin rekstur eða fara erlendis í framhaldsnám.
Leitað er að kröftugum og áhugasömum einstaklingum með metnað til þess að læra og vinna sjálfstætt sem nemendur í deildina.
Handrit & leikstjórn
Handrit og leikstjórn er fyrir einstaklinga sem brenna fyrir því að deila sögum og hafa áhrif á fólk með sínum skrifum. Á þessu tveggja ára tímabili læra nemendur að skrifa handrit, leikstýra leikurum og samvinnu við aðrar deildir innan skólans.
Atvinnutækifæri eru fjölbreytt að loknu námi, margir byrja að vinna sjálfstætt og búa sér til verkefni, aðrir finna vinnu í kvikmynda- eða sjónvarp iðnaðinum og sumir fara erlendis í framhaldsnám.
Leiklist
Alvöru leiklistarnám í kvikmyndaleik og sviðslistum. Leiklist í kvikmyndum er mun smámunasamari en leiklist á sviði og fá nemendur kennslu í báðum greinum. Á þessu tveggja ára tímabili öðlast nemendur klassískan grunn í leiklist auk kennslu í kvikmyndagerð. Einstök deild í íslensku menntakerfi.
Leiðir að loknu námi eru fjölbreyttar, ýmist í leikhúsum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum eða framhaldsnámi erlendis.
Kínema og samfélagsmiðlarnir
Nemendafélag skólans, Kínema, var stofnað af nemendum haustið 2009. Markmið félagsins er að styrkja félagslíf og tengsl nemenda í skólanum hvort heldur sem er á skólatíma eða utan hans. Nemendur innan skólans eru ólíkir og á öllum aldri og því reynum við að hafa alltaf eitthvað í boði fyrir alla.
Samfélagsmiðlar
Kvikmyndaskólinn er virkur á samfélagsmiðlum, þar sem sýnt er úr kennslustundum og á setti eða á viðburðum sem tengjast skólanum.
Writers Room
Writers Room var stofnað af nemendum skólans haustið 2019. Reyndur nemandi á deild Handrita og Leikstjórnar tekur stjórn á verkefnavinnu og hjálpar nemendum við það að koma hugmyndum og vangaveltum niður á blað. Þar geta nemendur skólans mætt og fengið aðstoð við handrit, setið og hlustað eða hjálpað öðrum. Kvikmyndagerð er mjög krefjandi starfsgrein og því finnst okkur mikilvægt að sýna samstöðu. Writers Room er því góður
staður til þess koma sér af stað í hugmyndavinnu og handritaskrifum.
Tækifæri
Tækifæri
Kvikmyndaskólinn er fullur af tækifærum. Deildirnar í skólanum vinna náið saman í verkefnum og er alltaf hægt að prófa sig áfram í ýmsum hlutverkum sem eru í boði hverju sinni t.d. í tökum eða í undirbúning á verkefnum.
Í gegnum tengslanet skólans eru í boði margs konar verkefni í samvinnu við allskonar fyrirtæki og skóla. Auk þess eru margar kvikmyndahátíðir í boði fyrir nemendur til að taka þátt í.
Umsóknir
Kvikmyndaskóli Íslands tekur við umsóknum allt árið um kring. Nemendur geta því hafið nám sitt í kvikmyndagerð bæði á haustönn og vorönn. Skólinn þjónustar nýstúdenta og flestir nemendur eru á aldrinum 19 til 25 ára gamlir.