Útskrift Vor 2022 - Ýr Þrastardóttir, Skapandi Tækni
Ýr mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Agnes”
Agnes er ung kona sem fer í andlegt ferðalag til þess að komast í gegnum einangrun og ástmissir. Ferðalagið gerist í draumaheimi þar sem hún lendir í ýmsum áskorunum sem hún þarf að takast á við
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð eru möguleikarnir sem listformið býður upp á. Það er hægt að skapa persónur sem hafa áhrif á áhorfandann og segja sögur á margs konar mismunandi hátt í gegnum kvikmyndir
Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?
Ég valdi Skapandi Tækni því ég hef sérstakan áhuga á því að nota kvikmyndagerð til þess að koma hugmyndum frá mér á frumlegan hátt og tæknin hjálpar mikið til við að opna dyr inn í undraheim kvikmyndagerðar. Klipping, hljóð og eftirvinnsla getur breytt myndefni á ótrúlegan hátt
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér á óvart hversu fjölbreytt námið er og hvað við lærum inn á marga mismunandi þætti í kvikmyndagerð. Þetta er mjög verklegt nám og mér finnst ég hafa lært grunn í flestu sem snýr að því að taka upp og vinna myndefni
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er björt, ég er með tvö klippiverkefni á borðinu og svo er ég líka spennt fyrir því að vinna að mínum eigin kvikmynda verkefnum í framtíðinni