Kennarar & leiðbeinendur

Hjá Kvikmyndaskóla Íslands vinnum við með kennurum og leiðbeinendum sem starfa við kvikmyndaiðnaðinn.
Þetta er stór hópur fagfólks sem kemur að náminu á hverju misseri og tekur virkan þátt í að móta leikstjóra, framleiðendur, tæknifólk, handritshöfunda og leikara framtíðarinnar. Margir eru fastagestir en stundum kalla verkefnin út í hinum stóra heimi. Hér er listi yfir þá sem hafa komið að kennslu með einum eða öðrum hætti á síðustu árum.
Kennarar
Kennarar Kvikmyndaskóla Íslands

Kjartan Kjartansson
Kennari í hljóðvinnsluKjartan er okkar fremsti sérfræðingur þegar kemur að öllu sem viðkemur hljóði. Hann hefur starfað við hljóðhönnun og hljóðupptökur síðan 1991. Hann hefur tekið upp og hannað hljóðheim fyrir ótal margar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni, svo sem “Ófærð”, “Mýrin”, “Kaldaljós”, “Englar Alheimsins” og“Börn náttúrunnar” svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur einnig verið hljóðstjóri og hljóðjafnað tugi hljómplatna.