Kjarni
Kjarni
Undirstaða kvikmyndagerðar
Allir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands sækja námskeið í Kjarna. Kennd eru undirstöðuatriði í kvikmyndagerð og lestri kvikmynda. Áhersla er lögð á að kenna grunnatriði í notkun tækja og tæknibúnaðar. Skoðaðar eru lykilkvikmyndir og þær greindar ítarlega. Kjarninn gefur grundvallarþekkingu á verkferlum skólans og undirbýr þátttöku nemandans á vinnumarkaði en auk þess eykur hann skilning á kvikmyndagerð.
Hæfniviðmið
Þekking
1. Nemandi öðlist þekkingu og skilning á:1.1 Verkferlum innan skólans.
1.2 Straumum og stefnum í kvikmyndasögunni.
1.3 Möguleikum myndmálsins til að þjóna frásögn og andrúmi.
1.4 Samvinnu í framleiðslu kvikmyndaverka.
1.5 Kvikmyndagerð nútímans.
1.6 Grunnbúnaði kvikmyndagerðar, kvikmyndatökuvél, hljóðnema og klippiforriti.
1.7 Almennum vinnumarkaði.
Færni
2. Nemandi öðlist hagnýta færni og leikni í:
2.1 Að skipuleggja verkefni sín og nota stoðsvið skólans.
2.2 Greiningu og skoðun klassískra kvikmynda.
2.3 Að finna myndrænar úrlausnir á handritstexta.
2.4 Að beita þekkingu sinni á myndmáli í upptökum.
2.5 Að bjóða fram starfskrafta sína og að sækja samstarfsfólk í verkefni.
2.6 Að vinna með myndmálið á skapandi hátt.
2.7 Almennri samningagerð á vinnumarkaði.
Hæfni
3. Nemandi öðlist hæfni til að:
3.1 Skipuleggja sig og nýta vinnuumhverfi skólans.
3.2 Nýta sér þekkingu sína á lykilverkum og leikstjórum sögunnar til að verða sjálfstæðari og betri kvikmyndagerðarmaður.
3.3 Vinna með myndmálið á skapandi hátt.
3.4 Koma sjálfum sér á framfæri.
3.5 Vinna sem aðstoðarmaður í verkum annarra.
3.6 Nýta sér þekkingu á kvikmyndagerð samtímans.
3.7 Semja um sína stöðu á vinnumarkaði að námi loknu.
Fyrsta misseri
Námskeiðið er byrjunarnámskeið á 1. misseri og markmið þess er að kenna nemendum grunnatriði í framleiðslu kvikmynda og meðhöndlun og notkun tækja- og tæknibúnaðar í kvikmyndagerð. Jafnframt er farið yfir grunnatriði myndmálsins. Námskeiðið er þrískipt: 1. Undirbúningur - Framleiðsla kvikmynda. 2. Tökustaður - Kvikmynda- og hljóðupptaka. 3. Eftirvinnsla - Klipping og frágangur.
Nemendur í öllum deildum þurfa á hverju misseri að skila 1 einingu í samstarfi við aðrar deildir. Markmiðið er að hver deild hafi aðgengi að öllum hinum og upp úr því þróist skapandi samband.
Helstu kvikmyndir sögunnar kynntar, sýndar og ræddar. Sýndar eru tíu myndir á hverju misseri, alls 40 kvikmyndir. Hvert misseri er hugsað sem sneiðmynd af sögunni. Myndirnar eru sýndar að mestu í tímaröð og ná allt frá þögla tímabilinu og fram á seinni hluta tuttugustu aldar. Myndirnar eru kynntar með fyrirlestrum og nemendur taka þátt í umræðum um þær.
Annað misseri
Námskeiðið er framhaldsnámskeið frá KJA101G. Markmiðið er að styrkja enn frekar grunnþekkingu nemenda á helstu sviðum kvikmyndagerðar. Hver nemandi gerir síðan mynd sem á að sýna persónulegan stíl og færni nemanda á hans áhugasviði. Myndin á að geta staðið sem kynningarmynd um nemandann.
Nemendur í öllum deildum þurfa á hverju misseri að skila 1 einingu í samstarfi við aðrar deildir. Markmiðið er að hver deild hafi aðgengi að öllum hinum og upp úr því þróist skapandi samband.
Helstu kvikmyndir sögunnar kynntar, sýndar og ræddar. Sýndar eru tíu myndir á hverju misseri, alls 40 kvikmyndir. Hvert misseri er hugsað sem sneiðmynd af sögunni. Myndirnar eru sýndar að mestu í tímaröð og ná allt frá þögla tímabilinu og fram á seinni hluta tuttugustu aldar. Myndirnar eru kynntar með fyrirlestrum og nemendur taka þátt í umræðum um þær.
Þriðja misseri
Fjallað er um myndmál og myndbyggingu með því að skoða og skilgreina atriði úr kvikmyndum frá ýmsum tímum. Í samráði við leiðbeinendur sviðsetja nemendur atriði og skoða hvernig myndmálið hefur áhrif á framgang þess og upplifun áhorfandans á því.
Nemendur í öllum deildum þurfa á hverju misseri að skila 1 einingu í samstarfi við aðrar deildir. Markmiðið er að hver deild hafi aðgengi að öllum hinum og upp úr því þróist skapandi samband.
Helstu kvikmyndir sögunnar kynntar, sýndar og ræddar. Sýndar eru tíu myndir á hverju misseri, alls 40 kvikmyndir. Hvert misseri er hugsað sem sneiðmynd af sögunni. Myndirnar eru sýndar að mestu í tímaröð og ná allt frá þögla tímabilinu og fram á seinni hluta tuttugustu aldar. Myndirnar eru kynntar með fyrirlestrum og nemendur taka þátt í umræðum um þær.
Fjórða misseri
Fjallað er um kvikmyndagerð nútímans. Hvaða stefnur og straumar hafa verið ríkjandi síðasta áratuginn, hvað er að gerast núna og hvert virðist stefna í nánustu framtíð. Á námskeiðinu er mikið lagt upp úr þátttöku nemenda í að rannsaka og finna svör við þessum spurningum. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir fjalla um áhrifavalda í samtímanum.
Nemendur í öllum deildum þurfa á hverri önn að skila 1 einingu í samstarfi við aðrar deildir. Markmiðið er að hver deild hafi aðgengi að öllum hinum og upp úr því þróist skapandi samband.
Helstu kvikmyndir sögunnar kynntar, sýndar og ræddar. Sýndar eru tíu myndir á hverju misseri, alls 40 kvikmyndir. Hvert misseri er hugsað sem sneiðmynd af sögunni. Myndirnar eru sýndar að mestu í tímaröð og ná allt frá þögla tímabilinu og fram á seinni hluta tuttugustu aldar. Myndirnar eru kynntar með fyrirlestrum og nemendur taka þátt í umræðum um þær.
Námskeiðinu er ætlað að undirbúa nemendur fyrir þátttöku á atvinnumarkaði. Fjallað er um stofnun fyrirtækja, helstu starfssamninga og skyldur sem þeim fylgja fyrir verktaka. Farið er yfir opinber gjöld sem standa þarf skil á, s.s. virðisaukaskatti, lífeyrissjóðsgjöld, félagsgjöld og tryggingagjöld. Nemendur vinna að styrktarumsókn til Kvikmyndastöðvar Íslands með kostnaðaráætlun.
Nemendur skrifa...
Margrét Ósk Buhl“Ég var hvött til að trúa á hugmyndir mínar, sýna sjálfstæði og framtaksemi og það var nákvæmlega það sem ég þurfti"
Nemendur skrifa...
Annetta Ragnarsdóttir“Námið hjálpaði mér að sýna og næra mína bestu hæfileika og einstaklega hæfir kennarar gáfu mér sjálfstraust og grunn til að sækja eftir störfum í kvikmyndaiðnaðinum."