KJARNI

A
llir nemendur Kvikmyndaskóla Íslands sækja námskeið í Kjarna. Kennd eru undirstöðuatriði í kvikmyndagerð og lestri kvikmynda. Áhersla er lögð á að kenna grunnatriði í notkun tækja og tæknibúnaðar. Skoðaðar eru lykilkvikmyndir og þær greindar ítarlega. Kjarninn gefur grundvallarþekkingu á verkferlum skólans og undirbýr þátttöku nemandans á vinnumarkaði en auk þess eykur hann skilning á kvikmyndagerð.

Námskeið
Tæki og tækni 1 | TÆK 106
Samstarf milli deilda | SAM 101
Kvikmyndasaga 1 | KMS 102
Tæki og tækni 2 | TÆK 204
Samstarf milli deilda | SAM 201
Kvikmyndasaga 2 | KMS 202
Myndmál og meðferð þess | MYN 104
Samstarf milli deilda | SAM 301
Kvikmyndasaga 3 | KMS 302
Samtíminn | SAT 102
Samstarf milli deilda | SAM 401
Kvikmyndasaga 4 | KMS 402
Samningar og kjör | VER 102
Kvikmyndaskóli Íslands