Leikstjórn / Framleiðsla

Fyrir skapandi listamenn sem láta verkin tala

L
eikstjórinn og framleiðandinn eru aðalstjórnendur í kvikmyndagerð og sjónvarpsvinnslu. Í þessu 120 eininga diplómunámi (tvö ár) eru nemendur menntaðir í báðum þessum starfsgreinum. Námið er að stærstum hluta verklegt þar sem nemendur framleiða og leikstýra eigin efni undir leiðsögn starfandi fagfólks í greininni.

Nemendur gera stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti í verklega hluta námsins. Þannig öðlast þeir fjölbreytta framleiðslu- og leikstjórnarreynslu á ólíkum tegundum kvikmyndaefnis

Atvinnutækifæri eru fjölbreytt að loknu námi og útskrifaðir eftirsóttir í framleiðslu- og leikstjórnardeildir í kvikmyndagerð. Margir byrja að vinna sjálfstætt og búa sér til verkefni.

Leitað er að leiðtogum með sterka sýn, skipulagshæfileika og listræna taug sem nemendur í deildina.

Kynntun þér námskeið deildarinnar í námskrá.

Fagstjórar Leikstjórn & Framleiðslu

Hlin-Johannesdottir_400x380_fagstjorar Hlín Jóhannesdóttir

Fagstjóri framleiðslu
er útskrifuð úr Mannfræði og Fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við Kvikmyndagerð frá árinu 2000, sem sjálfstæður framleiðandi, framleiðslustjóri og framleiðandi hjá Zik Zak Filmworks, sem hafa hlotið yfir 100 alþjóðleg verðlaun fyrir verkefni sín, þar á meðal tilnefningu til óskarsverðlauna. Sem framleiðandi hefur Hlín unnið með mörgum af helstu leikstjórum Íslands í framleiðslu leikina kvikmynda sem og heimildarmynda. Hún hefur einnig starfað sem rithöfundur fyrir tímarit og fréttir á netinu. Hún stofnaði kvikmyndafyrirtækið Vintage Pictures með Birgittu Jónsdóttur og á fyrirtækið Culture camp; Art Production House Ursus Parvus með Vilborgu Einarsdóttur. Myndir sem Hlín hefur framleitt, eru meðal annars "Svanurinn" "Bokeh" "This is Sanlitum" og margar fleiri.
Hilmar-Oddsson_400x380_fagstjorar Hilmar Oddsson

Fagstjóri leikstjórnar
lærði kvikmyndgerð við Hochschule für Fernsehehen und Film í München í Þýskalandi. Hann frumsýndi sína fyrstu bíómynd 1986 og síðan hefur Hilmar gert 5 bíómyndir, 5 sjónvarpsmyndir og 5 stuttmyndir og yfir 25 tónlistarmyndbönd. Hann hefur gert fjölda heimildarmynda og yfir hundrað sjónvarpsþætti. Þar að auki hefur hann leikstýrt og stjórnað upptökum á tveimur “sitcom” seríum og leikstýrt auglýsingum og allra handa fræðsluefni. Hilmar hefur fjallað um kvikmyndir í sjónvarpi og eftir hann liggur fjöldi greina um kvikmyndatengd málefni. Hilmar hefur kennt kvikmyndagerð og kvikmyndaleik í tvo áratugi, m.a. við Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands, sem hann veitti forstöðu 2010 til 2017.
Námskeið
Leikstjórn 1 | LST 103
Framleiðsla 1 | FRL 103
Handritsgerð 1 | HAN 101
Myndræn frásögn 1 | MFA 102
Tónlistarmyndbönd | TÓN 103
Auglýsingar | AUG 102
Lokaverkefni 1. önn | LOK 106
Tæki og tækni 1 | TÆK 106
Samstarf milli deilda | SAM 102
Kvikmyndasaga 1 | KMS 102
Leikstjórn 2 | LST 205
Framleiðsla 2 | FRL 203
Handritsgerð 2 | HAN 203
Listasaga 1 | LIS 102
Sjónvarpsþættir | SJÓ 103
Leikinn sjónvarpsþáttur | LSJ 105
Tæki og tækni 2 | TÆK 204
Samstarf milli deilda | SAM 201
Kvikmyndasaga 2 | KMS 202
Leikstjórn 3 | LST 303
Framleiðsla 3 | FRL 303
Handritsgerð 3 | HAN 302
Tilraun | TIL 102
Fjölkameruvinnsla | FJÖ 105
Stuttmynd | STU 106
Myndmál og meðferð þess | MYN 104
Samstarf milli deilda | SAM 303
Kvikmyndasaga 3 | KMS 302
Leikstjórn 4 | LST 404
Framleiðsla 4 | FRL 402
Handritsgerð 4 | HAN 402
Stoðnámskeið | STO 103
Heimildarmyndir | HEM 104
Lokaverkefni 4. önn | LOK 208
Samtíminn | SAT 102
Samstarf milli deilda | SAM 403
Kvikmyndasaga 4 | KMS 402
Samningar og kjör | VER 101

Umsagnir nemenda

Árin mín í Kvikmyndaskólanum voru bestu skólaár lífs míns, ég hlakkaði til að fara í skólann á hverjum degi. Kennarar voru góðir og námið gagnlegt. Þar náði ég í frábært tengslanet, kynntist nokkrum af mínum bestu vinum og samstarfsfélögum sem og vinnuveitendum. Ég hef verið verið í stöðugri vinnu í bransanum nánast frá því ég útskrifaðist frá Kvikmyndaskólanum, í kvikmyndum, sjónvarpsefni og viðburðum auk þess að hafa framleitt mitt eigið efni en ég stofnaði ásamt fleirum framleiðslufyrirtækið Fenrir Films árið 2013.

Arnar Benjamín Kristjánsson, Útskrifaður vorið 2012
Þau tvö ár sem ég stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands voru frábær. Það var þar sem ég náði fyrst að átta mig á því hvað ég vildi gera það sem eftir væri ævi minnar. Að skrifa og leikstýra kvikmyndum. Ég lærði þar þau grundvallaratriði sem maður þarf til að framleiða leikið efni þ.e.a.s. að vinna með leikurum, þróa hugmyndir í handrit og tala með myndmáli en ekki bara orðum. Einstaklingar með sama brennandi áhuga á kvikmyndagerð geta því þroskast saman í skapandi umhverfi. Það voru ekki bara praktískir hlutir sem ég lærði í KVÍ heldur eignaðist ég þar vini sem ég mun eiga til lífstíðar. (more…)
Þórður K. Pálsson, Útskrifaður vorið 2012
Kvikmyndaskóli Íslands