Skapandi tækni

Frábærir atvinnumöguleikar eftir skemmtilegt og lifandi nám

K
vikmyndataka, klipping, hljóðvinnsla og myndbreyting (vfx) eru tæknilegar grunnstoðir allrar kvikmyndagerðar. Í þessu 120 eininga diplómunámi (2 ár) öðlast nemendur hæfni í þessum fjórum greinum. Einstakt nám, praktísk, verðmæt og eftirsótt menntun í hraðvaxandi kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði.

Námið er að stærstum hluta verklegt þar sem nemendur vinna fjölmörg verkefni um leið og þeir læra sérgreinar deildarinnar. Kennarar eru allt starfandi fagfólk í kvikmyndagerð.

Leiðir að loknu námi eru fjölbreyttar. Margir hefja störf innan íslenska kvikmynda- sjónvarps- og samfélagsmiðlaiðnaðarins á meðan aðrir hefja sinn eigin rekstur eða halda utan til framhaldsnáms..

Kynntun þér námskeið deildarinnar í námskrá.

Fagstjórar Skapandi Tækni

Davíð Alexander Corno

Fagstjóri Klippingar
hefur starfað við kvikmyndagerð í næstum áratug, fyrst og fremst sem klippari, en þó einnig sem leikstjóri, kvikmyndatökumaður og önnur störf á setti. Hann hefur klippt sínar eigin heimildamynd (7 ár), allar myndir Benedikts Erlingssonar í fullri lengd (Hross í oss, Show of Shows og Kona fer í stríð), fleiri myndir í fullri lengd (Sumarbörn, Undir Halastjörnu) og er eins og stendur að klippa heimildarmyndirnar 3. póllinn, (í leikstjórn Andra Snæs Magnasonar og Anní Ólafsdóttur) og 14 ár (sem hann leikstýrir sjálfur ásamt Áslaugu Einarsdóttur).
Tómas Örn Tómasson

Fagstjóri kvikmyndatöku
hefur tengst kvikmyndagerð allt frá því hann var í Verzlunarskóla Ísland. Eftir útskrift þaðan fór hann í Háskóla Íslands og Köbenhavn Universitet, þar sem hann lagði stund á sagnfræði. Samhliða náminu tók hann að sér alla þá vinnu sem bauðst og tengdist kvikmyndatöku. Tómas sá fyrir sér að gerast heimildamyndagerðarmaður, þar sem hann myndi skrifa, kvikmynda og leikstýra eigin verkum. Þegar hann kom heim úr námi sumarið 1996, bauðst honum ýmis vinna tengd kvikmyndagerð. Það var síðan árið 2002 að hann ákvað að snúa sér alfarið að kvikmyndatökunni. Á heimasíðu Tómasar er starfsreynsluágrip og tenglar í helstu verkefnin sem hann hefur kvikmyndað. www.tomastomasson.com
Kjartan Kjartansson

Fagstjóri Hljóðs
er einn af reyndustu hljóðmönnum landsins. Hann hefur annast hljóðsetningu á mörgum af frægustu bíómyndum íslenskrar kvikmyndasögu, og eru verk á borð við Sódómu Reykjavík, Myrkrahöfðingjann og Engla Aleimsins þar á meðal.
Kristján U. Kristjánsson

Fagstjóri Myndbrellna
hefur unnið við hreyfihönnun og myndbreytingar síðan 1997 þar sem hann hóf feril sinn hjá Saga Film og síðar Rauða Dreglinum, STORM, Filmus og hefur undanfarin 7 ár unnið sjálfstætt ásamt því að hafa aðra löppina innan Trickshot. Hefur hann unnið að fjölda þekktra auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda síðan og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir, nú síðast fagverðlaun Ímark fyrir auglýsingu Orkusölunnar “Stanslaust stuð”
Námskeið
Kvikmyndataka 1 | KVM 104
Hljóð 1 | HLE 104
Klipping 1 | KLM 104
Myndbreyting 1 | MBR 102
Lokaverkefni 1. önn | LOH 106
Tæki og tækni 1 | TÆK 106
Samstarf milli deilda | SAM 102
Kvikmyndasaga 1 | KMS 102
Kvikmyndataka 2 | KVM 204
Hljóð 2 | HLE 205
Klipping 2 | KLM 204
Myndbreyting 2 | MBR 204
Leikmynd | LEB 104
Listasaga 1 | LIS 102
Tæki og tækni 2 | TÆK 204
Samstarf milli deilda | SAM 201
Kvikmyndasaga 2 | KMS 202
Kvikmyndataka 3 | KVM 306
Hljóð 3 | HLE 304
Klipping 3 | KLM 305
Myndbreyting 3 | MBR 304
Handritsgerð | HHÖ 102
Myndmál og meðferð þess | MYN 104
Samstarf milli deilda | SAM 303
Kvikmyndasaga 3 | KMS 302
Kvikmyndataka 4 | KVM 403
Hljóð 4 | HLE 403
Klipping 4 | KLM 404
Myndbreyting 4 | MBR 403
Framleiðsla | FRT 102
Lokaverkefni 4. önn | LHÖ 208
Samtíminn | SAT 102
Samstarf milli deilda | SAM 403
Kvikmyndasaga 4 | KMS 402
Samningar og kjör | VER 101

Umsagnir nemenda

Árin mín tvö í Kvikmyndaskólanum voru ómetanleg og það kom ekki sá dagur sem ég tímdi að missa af. Ég lærði nýja hluti á hverjum degi jafnt frá kennurum, sem voru margir hverjir þeir allra færustu í faginu og ekki síður frá samnemendum mínum. Þegar ég byrjaði kunni ég lítið sem ekkert, en allt frá því ég útskrifaðist hef ég haft meira en nóg að gera í faginu. Allt frá tónlistarmyndböndum, krakkafréttum og yfir í bíó.

Erla Hrund Halldórsdóttir, Útskrifuð vorið 2014
Ég útskrifaðist af Skapandi Tækni vorið 2010 og hef verið að vinna við kvikmyndagerð síðan. Þessi tvö ár í Kvikmyndaskólanum reyndust mér mjög vel, skemmtileg og fræðandi. Skólinn er kjörinn vettvangur til að prufa sig áfram, undir góðri leiðsögn fagfólks úr bransanum. Maður öðlast fljótt grunnþekkingu á flestum sviðum kvikmyndagerðar – t.d hljóðvinnslu, kvikmyndatöku, lýsingu, klippingu, framleiðslu o.m.fl. Skólinn skilaði mér miklu og góðu tengslaneti, sem ég tel nauðsynlegt að hafa til að koma sér af stað í bransanum. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa við kvikmyndagerð í framtíðinni.
Matthías Hálfdánarson, Útskrifaður vorið 2010
Kvikmyndaskóli Íslands