Fyrrum nemar verða útgefnir rithöfundar
Andri Freyr Sigurpálsson og Rebekka Atla Ragnarsdóttir, útskrifuð frá Leiklist hjá Kvikmyndaskólanum, bjóða til útgáfu teitis í tilefni af fyrstu bókar skrifum þeirra beggja, ásamt samhöfundum
Þann 31. maí nk. kemur út bókin "BEST FYRIR" með níu sönnum sögum innblásnum af framtíðinni. Ferðast er um tímann í gegnum heimaslátrun, átök við íslenska veðrið, skíðakennslu á Ítalíu, ómögulegar ástir, eftirpartí, undarlegt háttalag konu um nótt og súran kvíða samtímans.
"BEST FYRIR" er samstarfsverkefni sjö höfunda í meistaranámi í ritlist og þriggja ritstjóra. Una útgáfuhús gefur bókina út og bókarkápu prýðir verk eftir Loja Höskuldsson myndlistarmann.
„Hér kemur fljúgandi tímahylki úr framtíðinni, best fyrir dauðann; fullt af stórkostlegum skrifum sem sprengja hindranir með nánd, gáska, sannleik. Opnist!“ -Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur
Útgáfunni verður fagnað miðvikudaginn 31. maí í Mengi, Óðinsgötu 2, 101 Reykjavík klukkan 17.
Nánari upplýsingar veitir Andri Freyr Sigurpálsson í síma 659 5333 eða á netfangi andrifreyr5@gmail.com.
Höfundar eru Andri Freyr Sigurpálsson, Daníel Daníelsson, Jóna Valborg Árnadóttir, Margrét Sigríður Eymundardóttir, Rebekka Atla Ragnarsdóttir, Valgerður Ólafsdóttir og Þuríður Ósk Sigurbjörnsdóttir. Ritstjórar eru Haukur Bragason, Írena Rut Jónsdóttir og Matthildur Hafliðadóttir.