4 myndir eftir nemendur KVÍ í kvikmyndahúsum um þessar mundir

Mikil gróska er í íslenskum kvikmyndaiðnaði og má nú njóta 4 mynda eftir útskrifaða nemendur Kvikmyndaskólans

TOPP 10 MÖST

Kvikmynd eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur, útskrifaða frá Handrit og Leikstjórn

"Listakonan Arna er komin með leið á lífinu og ákveður að gera sér topp 10 lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Hún heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á austfjörðunum. Á sama tíma er eilífðarfanginn Mjöll búin að komast að því að barnsfaðir hennar, sem býr á Egilsstöðum, vill að nýja konan ættleiði dóttur þeirra. Hún flýr því úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Þetta ólíkindar dúó þarf nú að vinna saman við að ferðast þvert yfir landið og fylla út topp 10 möst listann góða."

Sýnd meða annars í Smárabíó og hér má nálgast sýningartíma

LJÓSVÍKINGAR

Kvikmynd eftri Snævar Sölva Sölvason, útskrifaðan frá Handrit og Leikstjórn

"Þegar tveir aldagamlir vinir fá óvænt tækifæri til að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring, kemur annar þeirra út úr skápnum sem trans kona."

Sýnd meðal annars í Smárabíó og hér má nálgast sýningartíma

GÖNGIN

Heimildarmynd eftir Björgvin Sigurðarson útskrifaðan frá Skapandi Tækni og Hall Örn Árnason útskrifaðan frá Handrit og Leikstjórn

"Um aldamótin grasseraði grafíti um alla Reykjavík. Tjáningarform sem að gerendur álita list en yfirvöld skemmdarverk. En í undirgöngunum við Klambratún réð Jói ríkjum. Opinber starfsmaður sem hafði eigin sýn á málefnið. "

Sýnd í Bíó Paradís og hér má nálgast sýningartíma

EFTIRLEIKIR

Kvikmynd eftir Ólaf Árheim Ólafarson, útskrifaðan frá Handrit og Leikstjórn

"Ógnartryllir um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eiga sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi. Hver atburður er tengdur hinum í gegnum langvarandi afleiðingar, og leiðir persónurnar að lokum til frumlegra hefndaraðgerða."

Sýnd í Laugarásbíó og hér má nálgast sýningartíma