Aðalgeir Aðalgeirsson - Skapandi Tækni

Aðalgeir mun útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína "Aðeins nær"

Aðeins nær

Pía býr ein og lifir sínu besta lífi, en hún veit ekki af gestinum sem er í felum.


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?

Ég man ekki eftir einhverri einni mynd sem hafði mikil áhrif á mig á yngri árum en ég man hvernig mér leið þegar ég labbaði út úr bíóinu eftir “1917”. Gjörsamlega orðlaus yfir því hvernig þeir fóru að þessu og var tilfinningalega séð búinn á því.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Samvinnan með skemmtilegu fólki, eftir þetta nám mun ég alltaf muna eftir augnablikum á settum sem maður hló þar til maður grét.


Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?

Mér fannst alltaf gaman að horfa á bróður minn klippa myndband saman, að sjá allt að smella saman og búa til eina heild. Mig langaði mjög mikið að byrja fikta eins og hann og hann sýndi mér hvernig. Eftir það stofnaði ég YouTube rás og byrjaði að setja leikja- og tónlistarmyndbönd þar inn sem gekk vel. Það gerði ég í ca. 8 ár áður en ég hóf námið.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Hversu mikilvægt það er að spyrja.  Maður er oft hræddur við að spyrja spurningar, svo maður líti ekki út eins og maður viti ekkert. En að vera í þessum bransa er bara að spyrja og hlusta og hef ég lært mest þegar ég spyr.


Og hvernig lítur svo framtíðin út? 

Það er ekkert bókað einmitt núna en ég er ekkert hræddur um að eitthvað skemmtilegt taki ekki við. Er spenntur fyrir framtíðinni.