Andri Rúnarsson - Skapandi Tækni
Andri mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “End scene”
Myndin fjallar um tvö systkin sem eru ekki búin að tala við hvort annað í mörg ár en komast að því að þau eru að leika í sömu myndinni. Þau enda á því að vera rekinn og þurfa að finna sér aftur leið inn í bransann.
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Það var þegar fjölskyldan var að flytja til Bandaríkjana og ég var að horfa á “Toy Story” á DVD í tölvunni hans pabba.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig við kvikmyndagerð er það hvað maður getur skapað, búið til og gert mikið.
-Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?
Ég valdi Skapandi Tækni vegna þess að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndatöku og tæknilegu hliðinni á kvikmyndagerð.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það sem kom mér helst á óvart var hvað ég eignaðist mikið af góðum vinum í þessu námi.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er björt, ég er mjög spenntur fyrir því sem er framundan hjá mér að vinna við kvikmyndagerð.