Anna Helga Guðmundsdóttir - Leiklist
Hún Anna Helga mun útskrifast frá Leiklist þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Áður en ég dey”
Myndin fjallar um konu með krabbamein sem þarf að sættast við dauðann og láta drauma sína rætast áður en hún deyr
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta myndin sem ég man eftir að hafa séð í bíó var söngleikurinn “Annie” sem kom út 1982 þegar ég var 6 ára. Ég man kannski ekki mjög mikið eftir myndinni sjálfri en man mjög greinilega eftir upplifuninni að fara í bíó í fyrsta skipti.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig mest við kvikmyndagerð er að sjá hvernig hægt er að taka eina litla hugmynd og búa til heila kvikmynd úr henni.
-Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Ég valdi mér Leiklist af því að ég hef alltaf haft ofboðslega gaman af því að leika og hafði leikið áður í nokkrum leikritum hjá áhugaleikfélögum og sótt leiklistarnámskeið.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Ég veit ekki hvort ég geti sagt að það hafi komið mér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu, það er bara kannski þessi félagsskapur og samkennd sem myndaðist á milli okkar bekkjarfélaganna og kem ég til með að sakna þeirra mikið þegar náminu lýkur.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er stórt óskrifað blað og ég er ekki búin að ákveða neitt með framhaldið en er til í næstum hvað sem er.