Arnar Máni Ianson Gray - Leiklist
Arnar Máni mun útskrifast frá Leiklist þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Frumburður”
Myndin fjallar um strákinn Ásgeir og samband hans við veika móður sína. Samband þeirra mæðgina er ónáttúrulega náið og meðvirkt, en svo kemur togstreita er Ásgeir hittir stelpu sem hvetur hann til að verða sjálfstæðari og standa upp fyrir sínu.
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta kvikmynda upplifunin sem ég man eftir var þegar ég var 3 ára og fór með fjölskyldunni minni á “Stórmynd Grísla” í bíó.
-Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Ég vissi aldrei hvað ég vildi verða þegar ég var yngri. Mér langaði að prófa vera allt en það var ekkert heillaði mig til lengdar. Ég fór í leiklistarnám því nú get ég bókstaflega prófað að vera allt. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, og hversu ólíkt fólk er. Hvernig það hagar sér, áhugamál, hvaða málefni eru mikilvæg o.s.frv., og það er svo áhugavert að sökkva sér í það og fá að vera og skilja hvaðan þau koma og gefa mismunandi fólki rödd.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér á óvart hversu mikil vinna er bak við hverja mynd. Ég átti líka ekki von á hversu skemmtilegt og krefjandi það væri að prófa allar hliðar kvikmyndagerðar. Áhuginn óx eftir því sem leið á námið.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Það er ekkert planað hjá mér eins og er. Ég er að hugsa um að fara út næsta vor í meira nám.