Aron Pétur Ólafsson - Handrit og Leikstjórn
Aron Pétur mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína "Seinasta keppnin"
Seinasta keppnin
Myndin fjallar um um tvo rally bílstjóra sem hafa ekki náð að klára neina keppni á þessu tímabili og frétta að þeir fái ekki að halda áfram næsta tímabil, rétt á undan seinustu keppninni á tímabilinu.
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?
Ég man ekki eftir fyrsta skiptinu sem ég sá “Star Wars” en frá því ég man eftir mér hef ég alltaf elskað “Star Wars”. Ég man eftir því að vera límdur við túbusjónvarpið í herberginu hjá bróðir mínum að horfa á VHS spólur af prequel trilogíunni og kunna þær alveg utan að.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Þetta er mjög opinn heimur þar sem maður þarf að hugsa í lausnum og vinna mikið með öðrum til að koma sýn sinni áfram.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Ég vildi fá góða kunnáttu á öllum sviðum og ég vissi að maður myndi alltaf enda í einhverjum tæknistöðum í verkefnum hjá öðrum, maður myndi alltaf framleiða myndirnar sínar sjálfur þannig ég valdi handrit. Mér fannst líka eins og handritsbrautin gæti hjálpað manni að skapa vinnu fyrir sig sjálfan eftir skóla.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Ljós og hvað þau eru mikilvæg og geta gert mikið til að gera mynd flottari.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Mjög spennandi, endalausir möguleikar í boði og spenntur í að fara skapa.