Ásthildur Ómarsdóttir - Leiklist

Ásthildur mun útskrifast frá Leiklist með mynd sína "Ótrúlegt en satt"

Ótrúlegt en satt

Myndin fjallar um unga konu í blóma lífsins sem vaknar ringluð í hlekkjum samfélagsins.


Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?

Ég man eftir að hafa horft á mynd þar sem konur voru í verkfalli og aðal karakterinn fór í fangelsi og neitaði að borða og það var neyddur ofan í hana matur og ég man hvað mér fannst það áhrifaríkt.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Að geta haft áhrif á fólk og sent skilaboð í alheiminn sem maður myndi annars ekki geta gert. Mér finnst líka heillandi að vera í kringum skapandi fólk sem er að vinna að sameiginlegu markmiði og allir eru að gera sitt til að púsla saman einhverju meistaraverki… eða einhverju rugli. Bæði gaman.


Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?

Mig hefur alltaf langað að leika, finnst það gaman. En líka því ég hugsaði með mér fyrir skólann, í Covid, hvað mig langaði að gera á daginn. Svarið var að syngja, dansa, kynnast nýju fólki og skapa. Svo þegar ég sá hvernig þetta nám var fannst mér einfalt að velja.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér mjög á óvart að heyra kennarann minn segja að ef við getum gert eitthvað annað en að leika ættum við að gera það því bransinn er strembinn. 


Og hvernig lítur svo framtíðin út? 

Ég er orðin fyrirtækjaeigandi að framleiðslufyrirtækinu MÍÓSAK og ætla að stækka það, búa mér til verkefni og fá vonandi að taka þátt í allskonar verkefnum, en svo er markmiðið að flytja út og fara í nám. Læra eitthvað nýtt og koma til baka með enn meiri þekkingu um eitthvað allt annað en kvikmyndagerð.