Birkir Kristinsson - Leikstjórn og Framleiðsla
Hann Birkir mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Iðrun mín öll”
Myndin fjallar um ungann mann sem er að takast á við sorg, missi og sektarkennd eftir að hafa valdið banaslysi vina sinna.
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Að fara að sjá “Ikingut” 6 ára gamall með pabba í Háskólabíó.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Að þetta er listræn, skapandi fjölbreytt vinna og nýtt ævintýri í hvert skipti.
-Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?
Þetta var spurning um Skapandi Tækni eða Leikstjórn og Framleiðslu, það var bara meiri forvitni fyrir Leikstjórn og Framleiðslu.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Ég kom mér sjálfum á óvart að finnast svona gaman að handritaskrifum.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Björt vonandi, það er svo margt í kvikmyndagerð sem mig langar að prófa.