Birta Gunnarsdóttir - Leiklist
Birta mun útskrifast frá Leiklist með mynd sína " Í dauðans djúpu vök"
Í dauðans djúpu vök
Myndin gerist á litlum sveitabæ á Hornafirði og fjallar um unga konu sem neyðist til að berjast gegn óréttlæti eftir þungt áfall sem umbreytir lífi hennar.
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?
Ég man vel eftir “Konungur ljónanna”. Við systkinin áttum spóluna og horfðum líklegast á hana fimm sinnum á dag, ef að mig minnir rétt. Síðan fórum við út að leika ljónin.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Allt! Að búa til sögu og segja hana í gegnum leikmynd, búninga, persónur og öllu því sem fylgir kvikmyndagerð er dásamlegt. Þetta er líka list sem að flestir geta notið.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Ég hef alltaf verið dálítil leikkona frá barnsaldri. Eftir að ég fékk að smakka á leiklistinni þá var ekki aftur snúið. Að fá að upplifa hugsanir og tilfinningar annarar persónu er svo ótrúleg upplifun og ég get ekki hugsað mér að vinna við nokkuð annað en að leika.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér á óvart hversu hratt þægindaramminn var brotinn niður. Það er ekkert verið að tefja í þessu námi.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Hún lítur ansi vel út, ég hlakka til að koma hugmyndum mínum í verk. Ég tek með mér stóra verkfærakistu frá þessu námi og ætla mér að nýta hana til hins ýtrasta.