Bjarki Valur Aðalsteinsson - Handrit og Leikstjórn

Bjarki Valur mun útskrifast frá Handritum og Leikstjórn með mynd sína "Bakland"

Bakland

Myndin fjallar um konu sem fær aðstoð frá vinkonu sinni til að komast eins langt í burtu og hægt er frá ofbeldisfullum eiginmanni sínum. Myndin gerist um árið 1400, og þurfa þær til þess að fara út fyrir þægindarammann sinn til að geta lifað af í íslensku náttúrunni.


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Fyrsta kvikmyndaupplifun sem ég man eftir var þegar ég var sirka 5 ára gamall. Mamma mín var á hárgreiðslustofu að láta lita hárið sitt. Hún var með álpappír í hárinu sínu og pabbi minn líkti henni við geimverunni úr “Predator” (1987). Jafnvel þó að ég væri einungis 5 ára gamall, kom það pabba mínum rosalega að óvart að ég var ekki búinn að sjá myndina. Þegar við komum heim, fór pabbi minn að gramsa í DVD kassanum okkar og fann eintak af “Predator” og setti hana í DVD spilarann. Síðan þá hef ég horft á “Predator” vel yfir 15 sinnum, og í hvert skipti sem hann birtist á skjánum, hugsa ég um mömmu mína... Jafnvel þó að hún liti EKKERT út eins og geimveran.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Það sem heillar mig mest við kvikmyndagerð er hversu einstakur hver og einn aðili er í því hvernig hann/hún segir sögur. Þú gætir gefið 100 leikstjórum nákvæmlega sama handrit, en þú myndir fá 100 einstakar myndir. Þú gætir gefið Terrence Malick og Roland Emmerich sama handrit og það væru nákvæmlega 0 hlutir eins við myndirnar, örugglega það helsta sem myndi breytast er að Malick myndi gera góða mynd en Emmerich lélega.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég er útskrifaður af leiklistarbraut í FG. Ég er með smá reynslu á sviði og pínulítið fyrir framan myndavél, en í hvert skipti sem ég tók þátt í sýningu eða stuttmynd, þá voru það alltaf hlutirnir sem gerðust á bak við myndavélina sem heilluðu mig mest. Þess vegna ákvað ég að fara á Handrita og Leikstjórnar braut.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Hversu marga vini ég eignaðist. Rétt áður en að skólinn byrjaði, fékk ég kvíðakast í vinnunni fyrir framan viðskiptavin vegna þess að ég var svo stressaður að ég myndi ekki eignast neina vini. Í dag eru nánast 2 ár liðin síðan þetta atvik gerðist og ég hef aldrei átt jafn marga vini og núna. Það er nánast enginn í þessum árgangi sem mér þykir ekki vænt um, og ég bíð spenntur eftir því að vinna með þeim í framtíðinni.


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Ef ég má láta mig dreyma, þá er framtíðin þannig að ég og Anya Taylor-Joy erum gift og KUKL heldur áfram að segja "Nei Bjarki, þú ert allt, allt of nettur fyrir okkur til að rukka fyrir allan þennan búnað, gjörðu svo vel maður, tak'tann bara" og svo gef ég öllum í KUKL high-five og labba út með sólgleraugu á smettinu og pylsu og Pepsi-max í höndunum.