Dagur Ernir Steinarsson - Skapandi Tækni
Dagur Ernir mun útskrifast frá Skapandi Tækni með mynd sína "Forboðinn ávöxtur"
Forboðinn ávöxtur
Myndin er gamanmynd um einmana mann sem finnur óvænta ást með vatnsmelónu og eltist við að fá samþykki frá fjölskyldu sinni.
Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta kvikmyndaupplifunin sem ég man eftir er “Lord Of The Rings” trilogían. Ég og systkinin mín horfðum mjög oft á extended útgáfurnar saman og gerum við það enn þann dag í dag.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig mest er að skapa, að taka upp skemmtilegt myndefni og sjá allt smella saman í eftirvinnslu.
Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?
Ég hef alltaf haft mjög gaman að kvikmyndatöku og enn meira gaman að klippa saman myndbönd. Þannig ég hugsaði “af hverju ekki læra að gera það almennilega?”.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Hvað þetta getur verið erfitt, óskipulagt og kemur manni sífellt á óvart. Ég er með töluvert fleiri grá hár á höfðinu en þegar ég byrjaði.
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Hún lítur út fyrir að vera dýr.