Einar Magnús Jóhannsson - Skapandi Tækni
Einar Magnús mun útskrifast frá Skapandi Tækni þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Niðurfall”
Myndin fjallar um ungan mann sem glímir við sektarkennd yfir dauða kærustu sinnar og leitar í fíkniefni til að deyfa sig. Við fylgjum og upplifum hugarfar hans í gegnum myndræna tjáningu.
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Ég hef verið afskaplega lítill þegar ég sá “Harry Potter and the Philosopher's Stone” í fyrsta skiptið. Ég horfði á hana aftur og aftur og gat ekki beðið eftir þeirri næstu.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Ég er endalaust forvitinn um aðferðir og tækni í kvikmyndagerð. Ég hef einstaklega gaman af practical effectum, ljósum og myndrænni tjáningu, og hvernig myndir "tala" við áhorfandann. Það er alltaf upplifun þegar hægt er að kynnast karakterum og öðrum heimum og tengjast þeim. Hryllingsmyndir hafa líka haft mikil áhrif á mig og minn stíl, þegar þær eru vel gerðar.
-Hvers vegna varð Skapandi Tækni fyrir valinu?
Satt best að segja hafði ég ekki hugmynd um hvað fólst í kvikmyndagerð fyrr en ég byrjaði í skólanum. Mér datt í hug að fyrsta skrefið væri að kynnast hvernig allt virkar tæknilega.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér á óvart hvað hljóð spilar mikið hlutverk í kvikmyndum. Ég fann mig mjög mikið í hljóðvinnslu og hef haft gaman af því.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Ég væri rosalega til í að gera mínar eigin myndir einn daginn. Í nálægri framtíð myndi ég vilja vinna bakvið tjöldin að flottum myndum með skemmtilegu fólki, og gera þær eins góðar og mögulegt er.