Einar Örn Michaelson - Handrit og Leikstjórn

Hann Einar Örn mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Hversdags Gambítur”

Sagan fylgir tveimur ungum drengjum sem tókst að flækja sig í skuld við undirheimana og reyna nú að sleppa undan óhugnanlegum örlögum sínum.

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á kvikmyndum og byrjaði 7 ára gamall að búa til stuttmyndir. Ég elska kvikmyndir sem eru ólíkar raunveruleikanum og draga mig inn í allskyns heima. Þetta er eina starfið sem ég vill vinna við sem eftir er.

-Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?

Ég hef mikinn áhuga að segja sögur og að skapa áhugaverðar persónur. Þegar ég heyrði um kvikmyndaskólann í fyrsta sinn þegar ég var yngri, þá vissi ég að það yrði námið sem ég vildi læra.

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Ég hef fengið tækifæri til að kynnast skemmtilegu fólki sem deila sömu áhugamálum og ég.