Elín Björg Eyjólfsdóttir - Leiklist
Elín Björg mun útskrifast frá Leiklist þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Trúir þú á engla?”
Myndin fjallar í stuttu máli um samband ömmu og barnabarns og hvernig þær takast á við hluti í daglegu lífi, bæði súra og sæta
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
“Lion King” á VHS er það sem mér dettur fyrst í hug, fyrsta bíóferðin sem ég man eftir var á “Mamma Mia” með ömmu, mömmu og systur minni.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Bara hvað er hægt að gera svo ótrúlega margt skemmtilegt og flott, að sjá hugmyndina manns verða að veruleika.
-Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Ég hef alltaf ætlað mér að verða leikkona svo það kom engin önnur deild til greina.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Hvað maður lærir þrátt fyrir að vera á einni ákveðinni deild, maður lærir eitthvað frá öllum deildunum
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Hún er alveg skínandi björt og flott.