Elísabet Íris Jónsdóttir - Handrit og Leikstjórn

Elísabet Íris útskrifast mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “short distance”

Maður kemst loks í kynni við erlenda konu sem hann hefur átt í fjarsambandi við í gegnum netið, en ólíkar væntingar og mismikil lífsreynsla skyggir á þeirra atlögu til að vera kærustupar.

-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?

Mig rámar í að hafa séð þriðju “Lord of the Rings” myndina í bíó en eina senan sem sat föst í mér eftir þá reynslu var köngulóin.

-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Hvað þetta er ótrúlega fjölbreytt starf, það hefur verið mjög áhugavert að fylgja heilu verkefni frá því það fæðist og þangað til það er full unnið. Skrifa handrit, leikstýra því og svo klippa efnið. Einnig er gaman að vera á settum því enginn dagur er alveg eins.

-Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?

Það var eitthvað ljósaperu móment þegar ég uppgötvaði að það væri fólk sem skrifar bíómyndir og sjónvarpsþætti, þannig að geta farið í nám þar sem lögð er áhersla á það var algjör draumur. Leikstjórnin var ekkert sérstakt áhugasvið þegar ég byrjaði en eftir að hafa gert nokkrar stuttmyndir hugsa ég öðruvísi er kemur að skrifum, ég horfi á verkefni meira heildstætt og myndrænt og set það inn í handritin sem ég er að vinna í. 

-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Já, þetta hefur verið mikil tilfinninga rússíbana ferð. Svo hef ég kynnst mikið af yndislegu fólki sem hefur svipað hugarfar. Þetta hefur verið mikil keyrsla síðastliðinn tvö ár en ég hef lært heilmikið, þá sérstaklega frá samnemendum mínum. Tíminn minn í skólanum og á settum gerði mér ljóst fyrir að þetta er eitthvað sem ég vill gera í framtíðinni.

-Og hvernig lítur svo framtíðin út?

Ég vona að ég nái inn á einhverju setti í sumar, byrja að vinna við þetta. Svo ætla ég að halda áfram að þróa hugmyndir og skrifa.