Útskrift Vor 2022 - Erna Ísabella Bragadóttir, Leikstjórn og Framleiðsla
Erna Ísabella mun útskrifast frá Leikstjórn og Framleiðslu þann 4.júní næstkomandi með mynd sína “Dóttir”
Sjónarhorn föður á dóttur sína sem er í ofbeldissambandi án hans vitundar. Hvers vegna leitar hún í ofbeldisfull sambönd? Er tenging?
Föðurímynd er afar mikilvæg.
Er hægt að taka þátt í ofbeldisfullri hegðun án þess að maður viti af því?
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
“Lion King” þegar ég var mjög ung
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Þetta snýst allt um að segja söguna, hvernig þú segir hana og ferlið í kringum framleiðsluna skiptir öllu máli, sama hvað smáatriðið er. Kvikmyndir láta okkur sjá persónur í öðru ljósi, þú getur séð einstakling drepa annan einstakling á hrottalegan hátt en samt sem áður getur baksaga persónurnar valdið því að þú finni samkennd með henni. Mér finnst líka mikilvægt að gera myndir um samfélagið og reyna sýna raunveruleika, hvort sem hann er núna eða áður fyrr svo maður getur reynt að setja sig í spor ólíkra einstaklinga og frá ólíkum tímum
Hvers vegna varð Leikstjórn og Framleiðsla fyrir valinu?
Því þegar ég er með hugmynd finnst mér svo gaman að gera hana að raunveruleika, maður finnur fyrir stolti og það er frábær tilfinning
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Bara hvað maður þarf að skipuleggja sig lengi og vel svo engin tími fari til spillis á setti, þolinmæðin og hvað það er ótrúlega mikilvægt að finna gott tökulið og huga að því sem best svo að allt gangi vel
Hvernig lítur svo framtíðin út?
Vonandi bara björt, ég mun halda áfram að skrifa sögur og gera þær að veruleika