Nýr fagstjóri í Framleiðslu
Eva Sigurðardóttir framleiðandi og leikstjóri tók við sem fagstóri á framleiðslulínu í deild Leikstjórnar og Framleiðslu þann 1. september síðastliðinn
Hún tekur við af Hlín Jóhannesdóttur sem gengt hefur stöðunni frá 2017. Hlín mun áfram vera yfirmaður fagstjóranna og sinna starfsmannastjórn.
Eva Sigurðardóttir er með háskólapróf í sjónvarpsframleiðslu og fjölmiðlafræðum frá háskólanum í Westminster. Síðusta áratuginn hefur hún verið mjög virk í framleiðslu stuttmynda, heimildarmynda og bíómynda (Hrútar, Andið eðlilega, Tryggð). Hún hefur komið fram sem leikstjóri í ýmsum verkum og vann meðal annars til Edduverðlauna fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý. Síðasta verkefnið hennar er sjónvarpsþáttaserían Vitjanir sem sýnd var á RÚV, þar sem hún var bæði framleiðandi og leikstjóri, auk þess að koma að þróun handrita.
Eva hefur kennt ýmis námskeið við skólann á síðustu árum með frábærum árangri. Það er mikill ánægja í skólanum að fá Evu í fagstjórahópinn.