Fagstjóra fundur fyrir haustmisseri
Við skólann starfa 11 fagstjórar, öll sérfræðingar á sínu sviði með mikla reynslu, og komu þau saman til að stilla strengi fyrir komandi misseri
Á fundinum voru kynntar voru nýjar háskólareglur sem hafa verið innleiddar og munu starfsmenn og fagstjórar fylgja þeim eftir.
Friðriki Þór voru þökkuð góð störf en hann hefur verið rektor Kvikmyndaskóla Íslands síðastliðin fimm ár og hefur á þessu tímabili leitt stórstígar framfarir. Skólinn meðal annars flutti í nýtt framtíðarhúsnæði að Suðurlandsbraut 18 með góðri aðstöðu fyrir skólahald.
Árangur útskriftarmynda síðastliðin ár hefur verið góður með fjölda viðurkenninga víðsvegar um heiminn og útskrifaðir nemendur hafa sett mark sitt á uppbyggingu kvikmynda-og sjónvarpsiðnaðar hér á landi. Börkur Gunnarsson var síðan boðinn velkominn sem nýr rektor skólans.
Eftir að fagstjórarnir höfðu farið yfir breyttar háskólareglur og rætt hvernig skyldi hrinda þeim í framkvæmd var fundinum slitið með tilhlökkun yfir komandi misseri