Fyrrum nemendur Kvikmyndaskóla Íslands slá í gegn á Eddunni
Edduverðlaunin 2022 voru afhend síðastliðið sunnudagskvöld í Háskólabíó
Allir verðlaunahafar Eddunnar eiga hamingjuóskir skilið fyrir vel unnin störf og glæsileg verðlaun fyrir þau.
En skólinn vill sérstaklega óska fyrrum nemendum okkar til hamingju, þar á meðal er Valdimar Jóhannsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Dýrið, en hann útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Íslands.
Valdimar vann persónulega þrjár Eddur; fyrir leikstjórn, fyrir handritið sem hann skrifaði með Sjón og fyrir kvikmynd ársins.
Kvikmynd hans, Dýrið, var ótvíræður sigurvegari hátíðarinnar og hlaut 12 verðlaun þetta kvöld. Mynd hans hefur einnig verið árangursríkasta íslenska kvikmyndin sem hefur verið sýnd í Bandaríkjunum frá upphafi og hefur fengið verðlaun og afbragðs góða gagnrýni um allan heim.
Nemendur sem eru útskrifaðir úr Kvikmyndaskóla Íslands eru risastór hluti íslensks kvikmyndaiðnaðar. Á venjulegu ári fylla útskrifaðir nemendur úr Kvikmyndaskólanum allt að 30% starfsheita í kredit listum íslenskra kvikmynda. Niðurstöður kannana hafa sýnt að 96% nemenda spreyta sig í faginu eftir útskrift og um 40% þeirra sem útskrifast fá strax störf og vinna allan tímann við kvikmyndagerð að námi loknu.
Á Edduhátíðinni unnu margir aðrir fyrrum nemendur Kvikmyndaskólans verðlaun eins og Jonni Ragnarsson, Garðar Örn Arnarsson, Sigurður Már Davíðsson, Valdimar Kúld og enn fleiri fengu tilnefningu en unnu ekki.
Þeirra á meðal eru menn eins og Fannar Sveinsson, Hekla Egilsdóttir, Erla Hrund Halldórsdóttir, Nína Petersen, Vivian Ólafsdóttir, Anní Ólafsdóttir, Daníel Bjarnason og Arnar Már Jónmundsson.
Eftirfarandi unnu Edduna:
ÍÞRÓTTAEFNI ÁRSINS - Víkingar : Fullkominn endir
Garðar Örn Arnarsson frá Leikstjórn og Framleiðslu og Sigurður Már Davíðsson frá Skapandi Tækni
BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS - Birta
Valdimar Kúld frá Leikstjórn og Framleiðslu
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Valdimar Jóhannsson fyrir Dýrið
HEIMILDAMYND ÁRSINS - Hækkum rána
Jonni Ragnarsson frá Handrit og Leikstjórn, en þess má geta að hann hóf vinnslu á myndinni í Kvikmyndaskólanum
KVIKMYND ÁRSINS - Dýrið
Valdimar Jóhannsson
Eftirfarandi fengu tilnefningar en unnu ekki :
HEIMILDARMYND ÁRSINS - Tídægra
Anní Ólafsdóttir frá Handrit og Leikstjórn
STUTTMYND ÁRSINS -
Daníel Bjarnason frá Leikstjórn og Framleiðslu
ÞRÓTTAEFNI ÁRSINS - EM í dag / Stöð 2 Sport
Garðar Örn Arnarson og Arnar Már Jónmundsson frá Skapandi Tækni
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI - Leynilögga
Vivian Ólafsdóttir frá Leiklist
HANDRIT ÁRSINS - Leynilögga
Nína Petersen frá Handrit og Leikstjórn
BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS - Stundin okkar
Erla Hrund Halldórsdóttir frá Skapandi Tækni
BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS - Krakkafréttir
Hekla Egilsdóttir frá Leikstjórn og Framleiðslu
SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS - Hraðfréttajól
Fannar Sveinsson frá Leikstjórn og Framleiðslu