Guðni Grétar Einarsson - Leiklist 

Guðni Grétar mun útskrifast frá Leiklist með mynd sína "Þegar allt er slökkt"

Þegar allt er slökkt

Magnús býr einn í neðanjarðarbyrgi sínu eftir heimsendi og þar hefur hann verið í fjögur ár þegar við kynnumst honum fyrst. Hann hefur ekki náð neinu sambandi við umheiminn í þennan tíma og telur sig þar með vera einn eftir á lífi, þar til annað kemur í ljós.


Hver er fyrsta kvikmyndaupplifunin sem þú manst eftir?

Ég man mest eftir því þegar bróðir minn tók mig að sjá Harry Potter og viskusteinninn í bíó þegar ég var fimm ára. Myndin var þýdd á íslensku í bíó og ég hef verið Potterhead síðan þá.


Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?

Allt við kvikmyndagerð heillar mig. Leikur í kvikmyndum, kvikmyndataka, vel heppnaðir rammar og skot, falleg ljós í römmum, hljóð og hvað tökuliðið verður oftast að einni fjölskyldu þegar maður er að skjóta mynd.


Hvers vegna varð þín deild fyrir valinu?

Ég valdi leiklistarbraut því ég hef alltaf haft gaman af því að leika, breyta mér í aðrar persónur og reyna að gera það eftir bestu getu. Svo elska ég líka athygli, sem fylgir þessu öllu saman.


Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?

Það kom mér á óvart hversu fljótur ég var að verða þægilegur fyrir framan myndavélina og uppi á sviði eftir að hafa verið í þessu námi bara í eina önn. Það tók mest allt egó úr manni og maður fór að geta leikið betur því ég var ekki eins meðvitaður og ég hafði verið áður en ég byrjaði. 


Hvernig lítur svo framtíðin út?

Framtíðin er vonandi björt, ég ætla að vera ótrúlega uppáþrengjandi við alla leikstjóra með að leyfa mér að leika í myndinni þeirra og vera duglegur að minna á mig. Þó það verði ekki til þess að leika að þá bara eitthvað á kvikmyndasetti því það er það skemmtilegasta sem ég geri.