Gógó Bergmann - Leiklist
Gógó mun útskrifast frá Leiklist þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Kveikt í Keflavík”
Myndin er absúrd atburðarás sem fer í gang eftir að óheppilegt morð á sér stað í miðju Hrekkjavöku partíi.
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Við fjölskyldan höfum alltaf horft mikið á kvikmyndir. Pabbi hafði sérstaklega gaman af því að sýna okkur systkinunum sín uppáhöld þannig barnæskan mín samanstóð af Tim Burton, óþægilegum grínmyndum og cult hrylling (svo fátt eitt sé nefnt).
Held ég hafi horft á Gremlins (1984) í fyrsta sinn í leikskóla, og auðvitað gekk ég um með bangsa í stíl.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Að segja sögu og sýna áhorfendum ný sjónarhorn og týpur af fólki.
Leikur, Handrit, Leikstjórn, Tækni, Framleiðsla, leikmynd osfrv, er allt spennandi í augum mínum, en leiklistin hefur alltaf kallað mest á mig.
-Hvers vegna varð Leiklist fyrir valinu?
Leiklistin hefur verið mín köllun frá því ég var barn, heillaðist af leikhúsinu á unga aldri, tók þátt í ýmsum verkefnum og sýningum og útskrifaðist síðan með stúdent í leiklist. Hef ekki hugsað mér að taka aðra leið í lífinu, því fylgi ég straumnum hvert sem hann leiðir mig.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það sem kom mér svona helst á óvart í náminu var hversu mikið ég lærði á allar hliðar kvikmyndagerðar, ekki bara leiklistina, og það er verðmæt reynsla sem ég hef með mér í framhaldinu.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Framtíðin er spennandi, passa mig að lifa í núinu eins og ég get en ég held áfram mínu striki og sé hvert það leiðir mig.