Guðmundur Ísak Jónsson - Handrit og Leikstjórn
Guðmundur Ísak Jónsson mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn með mynd sína “Edis Driew”
Maður að nafni Edis Driew finnur sig fastan í limbói á milli lífs og dauða eftir að hafa framið sjálfsmorð. Honum er leiðbeint að Videl eða Death, sem sýnir honum leiðina sem hann þarf að taka til að komast til himna
Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir og hafði áhrif á þig?
Það var þegar ég var svona sex ára og vildi sofa hjá mömmu og pabba um nóttina. Þau voru að horfa á "War of the Worlds" sem er um geimverur að ráðast á jörðina. Á meðan ég var að reyna að sofna þá leit ég á sjónvarpið og sá geimveru arm taka upp manneskju og sjúga hana ofan í holu. Ég svaf ekkert þessa nótt.
Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Frelsið sem maður getur fengið til að segja sögurnar sínar.
Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Fyrir handrit þá er það af því að ég hef gaman af sögugerð og langar að koma sögunum mínum á stóra tjaldið. Fyrir leikstjórn þá er það bara að mér finnst leikstjórar hafa alltaf eitthvað spes "look" sem ég myndi segja að ég hef.
Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það kom mér smá á óvart hversu einföld kvikmyndagerð er í raun og veru. Ég hélt alltaf að maður þyrfti að vera einhver Einstein en svo virðist ekki vera.
Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Ég veit ekkert um framtíðina.