Hafsteinn Hugi Laxdal - Handrit og Leikstjórn
Hafsteinn Hugi útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 27.maí næstkomandi með mynd sína “Endoris Qaros”
Eftir að vinahópur er myrtur af guði, leggur maður af stað í ferðalag til að öðlast þann kraft og þekkingu sem nauðsynlegt er til að hefna dauða þeirra
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Fyrsta kvikmynda upplifun mín, sem ég man eftir, er þegar ég horfði á “Ghostbusters” og mér fannst hún vera besta mynd sem gerð hefur verið á jörðinni. Ég þurfti síðan að sjá “Ghostbusters 2”.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Það sem heillar mig mest við kvikmyndagerð er söguþráður og heimur sem maður getur skapað. Það er alltaf skemmtilegt að gleyma raunveruleikanum og koma sér í einhvern annan heim.
-Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Ég valdi Handrit og Leikstjórn vegna þess að ég elska að skrifa skringilegar sögur sem lætur fólk hugsa. Það er líka svo gaman að skapa eitthvað nýtt.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Það sem kom mér mest á óvart er hversu mikil vinna fer í að skapa kvikmynd og hversu mikinn mannafla þarf til þess.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Í framtíðinni ætla ég að reyna skapa mína fyrstu alvöru skrímslamynd eða eitthvað sem tengist því.