Sævar Margeirsson - Handrit og Leikstjórn
Hann Sævar mun útskrifast frá Handrit og Leikstjórn þann 27,maí næstkomandi með mynd sína “Líkið”
Myndin fjallar um geðtruflað par sem vill vita hvernig það er að hafa venjulegt matarboð, en lík byrjar að trufla þau.
-Hver er fyrsta kvikmynda upplifunin sem þú manst eftir?
Ég man eftir því að fara í Álfabakka þegar ég var lítill og hafa grátið alla myndina. Ég man hins vegar ekki hvaða mynd það var.
-Hvað heillar þig við kvikmyndagerð?
Að gera skemmtilegar myndir og leyfa huganum að flakka.
-Hvers vegna varð Handrit og Leikstjórn fyrir valinu?
Vegna þess að ég hef alltaf verið að skrifa og vildi læra að skrifa kvikmyndir.
-Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart í náminu?
Hvað samnemendur mínir kenndu mér mikið.
-Og hvernig lítur svo framtíðin út?
Vill ekki gera nein plön því þá mun ég verða fyrir vonbrigðum, en annars er það að skrifa meira.